Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

VERÐKÖNNUN – Nettó getur varla talist lágvöruverðsverslun – Allt að 63 prósent dýrari en Hagkaup

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verðkönnun vikunnar leiddi í ljós að Nettó getur tæplega talist lágvöruverðsverslun. Nettó var með hærra verð í 13 tilfellum af 26 en Hagkaup var með hærra verð í 11 af 26 tilfellum. Hagkaup gefur sig ekki út fyrir að vera lágvöruverðsverslun. Mestu munaði á kattamat sem var 63 prósent dýrari hjá Nettó.

Í verðkönnuninni að þessu sinni skoðaði Mannlíf mun á vöruverði  26 vörutegunda hjá Hagkaup og Nettó. Það sem kom verulega á óvart var að Nettó kom verr út en Hagkaup þegar á heildina er litið. Hagkaup hefur ekki gefið sig út fyrir að vera lágvöruverðsverslun. Nettó hefur hins vegar skilgreint sig sem slíka.

Niðurstöður

Nettó var með hærra verð í 13 tilfellum af 26 og Hagkaup var með hærra verð í 11 tilfellum. Í tveimur tilfellum varð verðrið það sama hjá Nettó og Hagkaup. Mesti munaði á Friskies kattamat en hann var 63 prósent dýrari hjá Nettó. 43 prósent hærra verð var á rauðum eplum í lausu hjá Hagkaup. 34 prósent munaði á YumYum núðlusúpu og var verðið hærra hjá Nettó. Soy king soya sósa var á 27 prósent hærra verði hjá Nettó. HP sósa var 18 prósent dýrari hjá Nettó.

Hér að neðan má sjá töflu með öllum verðum og verðmun. Það sem kemur hressilega á óvart er að Nettó sem kallar sig lágvöruverðsverslun er að koma mun verr út úr þessu en Hagkaup sem alls ekki gefur sig út fyrir að vera slíka verslun. Þessi könnun leiðir í ljós að Nettó getur tæplega staðið undir nafni sem lágvöruverðsverslun.

Blár táknar Þær vörur sem eru dýrari hjá Nettó en appelsínugulur táknar það sama hjá Hagkaup.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -