• Orðrómur

VERÐKÖNNUN – Ökutækjaskoðun – allt að 34 prósent munur á verði

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Verðkönnun Mannlífs á skoðun ökutækja leiddi í ljós að Frumherji var í öllum tilfellum með hæsta verðið. Betri skoðun og Tékkland áttu lægstu verðin. Hægt er að spara sér 19 til 34 prósent með því að fara þangað sem lægsta verðið er í boði, án tillits til afslátta sem eru í boði.

 

Í verðkönnuninni að þessu sinni skoðaði Mannlíf verð á ökutækjaskoðun hjá þeim fjórum aðilum sem bjóða upp á slíka þjónustu. Verð voru fengin á heimasíðum fyrirtækjanna og hringt í alla aðila þar að auki til þess að kanna afslætti sem í boði eru hjá þeim.

- Auglýsing -

 

 

Niðurstöður

- Auglýsing -

Skoðaðir voru sex flokkar og verða niðurstöður úr hverjum flokki kynntar hér að neðan:

 

Fólks – og sendibifreiðar : Lægsta verð  Betri skoðun. Hæsta verð hjá Frumherja. Munur 20 prósent.

- Auglýsing -

Stærri bifreið: Lægsta verð Betri skoðun. Hæsta verð hjá Frumherja. Munur 28 prósent.

Bifhjól: Lægsta verð Tékkland og Betri skoðun. Hæsta verð hjá Frumherja. Munur 26 prósent.

Létt bifhjól: Lægsta verð Tékkland. Hæsta verð hjá Frumherja. Munur 34 prósent.

Ferða- og eftirvagn upp að 750kg: Lægsta verð Tékkland. Hæsta verð hjá Frumherja. Munur 28 prósent.

Ferða og eftirvagn 751kg+:  Lægsta verð Betri skoðun (munar þó einungis fimm krónum á Betri skoðun og Tékklandi). Hæsta verð Frumherji. Munur 19 prósent.

 

 

Afslættir

Talsvert getur munað um afslætti sem fást fyrir vissa hópa, hér má sjá helstu afslætti sem í boði eru hjá þeim fyrirtækjum sem bjóða upp á skoðun á ökutækjum.

Tékkland: Allir sem skrá sig á póstlista þeirra fá 15 prósent afslátt. Öryrkjar, eldri borgarar og félagsmenn FÍB fá 15 prósent afslátt. Háskólanemar fá 25 prósent afslátt.

Aðalskoðun: Öryrkjar og eldri borgarar fá 15 prósent afslátt. Félagsmenn FÍB fá 20 prósent afslátt. Háskólanemar fá 20 prósent afslátt.

Frumherji: Öryrkjar, eldri borgarar, háskólanemar, Ferðafélagið 4X4 og félagsmenn FÍB fá 20 prósent afslátt.

Betri skoðun: Öryrkjar, eldri borgarar og félagsmenn FÍB fá 10 prósent afslátt.

 

Hér að neðan er tafla með öllum upplýsingum.

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -