Páskaeggin dýrust í Nettó – VERÐKÖNNUN – Heimkaup ódýrast

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Skoðaður var verðmunur á páskaeggjum hjá fjórum verslunum, Nettó, Krónunni, Bónus og Heimkaup. Verðmunurinn á páskaeggjum liggur frá 0,4 til 9,3 prósent. Heimkaup var oftast með lægsta verðið en Nettó  með hæsta verðið.

Í verðkönnun vikunnar skoðaði Mannlíf verð á páskaeggjum hjá fjórum verslunum. Krónunni, Bónus, Nettó og Heimkaup. Páskaeggin sem verðið var athugað á voru, Góu páskaegg nr 7, Freyju smartegg nr 9, Lindu Lindor egg, Nóa Sirius egg nr 6, Freyju djúpur sterkt, Nóa konfektegg og Freyju Rísegg nr 9. Ekki voru þrjú af eggjunum til á öllum stöðum. Sjá má þyngd allra eggjanna í töflu hér að neðan.

Heimkaup oftast með lægsta verðið en Nettó það hæsta

Heimkaup var með lægsta verðið í öllum tilfellum nema einu og áttu ekki til Lindor eggið. Nettó var með hæsta verð í öllum tilfellum og áttu ekki Freyju Smart eggið. Krónan var með hæsta verðið á Freyju Smart egginu og Bónus með lægstu verðin á Lindu Lindor egginu og Freyju Rís egginu. Góu egg nr 7 fannst ekki í verslununni. Eina verslunin sem átti öll eggin til var Krónan.

Allt upp í rúmlega 9 prósenta munur á verði

Góu egg nr.7: Nettó var með 8,9 prósent hærra verð en það lægsta sem er hjá Heimlaup.

 Freyju Smart dýr egg: Krónan var með 0,4 prósent hærra verð en það lægsta sem er hjá   Heimkaup.

 Lindor Lindu egg: Nettó var með 1,2 prósent hærra verð en það lægsta sem er hjá Bónus.

Nóa egg nr.6: Nettó var með  2,4 prósent hærra verð en það lægsta sem er hjá Heimkaup.

Freyju Djúpur sterkt: Nettó var með 1,5 prósent hærra verð en það er hjá Heimkaup.

Nóa konfekt egg: Nettó var með  9,3 prósent hærra verð en það lægsta sem er hjá   Heimkaup.

Freyju Rísegg nr.9: Nettó var með 2,5 prósent hærra verð en það lægsta sem er hjá Bónus.

Hér að neðan má sjá töflu með öllum upplýsingum.

VaraKrónanBónusHeimkNettó
Góu páskaegg nr.7 650 gr2285Ekki til21022289
Freyju smartegg nr 9 550gr239923982389Ekki til
Lindu Lindor 325gr16801679Ekki til1699
Nóa siríus nr.6 585gr3080307930183089
Freyju djúpur sterkt 530gr2399239823972439
Nóa konfektegg 510gr3099309829073179
Freyju Rís nr.9 505gr2380237923812439

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -