Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

VERÐKÖNNUN – Umfelgun fyrir vorið – Allt að 175 prósenta munur – Sparaðu tæpar 26.000 krónur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikill verðmunur er á umfelgun, bæði fyrir fólksbíla og jepplinga. Dekkjahöllin reyndist með hæstu verðin í öllum átta flokkunum en NO22 með lægsta verðið í öllum átta flokkunum. Munurinn á þjónustunni var frá 84 prósent upp í 175 prósent. Fjölskylda með fólksbíl (19“) og jeppling (19“) getur sparað sér 25.980 krónur með því að velja ódýrustu þjónustuna. Fjölskylda með tvo fólksbíla (16“ og 19“) getur sparað sér 20.580 krónur.

 

Senn líður að því að fólk þarf að fara að huga að dekkjaskiptum  fyrir sumarið. Í verðkönnun vikunnar kannaði Mannlíf verð á umfelgun fyrir fólksbíla og jepplinga. Fengin voru verð hjá 15 fyrirtækjum sem veita þessa þjónustu. Flest verð fengust uppgefin símleiðis en í nokkrum tilfellum var bent á verðlista á heimasíðum fyrirtækjanna.

 

Verðkönnunin miðar við hefðbundin dekk/felgur

Dekkjamálin hafa flækst verulega síðustu misserin en margar nýjar tegundir af dekkjum og felgum hafa skotið upp kollinum. Það getur flækt málin verulega þegar gera á könnun sem þessa.  Það skal því tekið skýrt fram að verðin sem eru birt í verðkönnuninni eiga við hefðbundin dekk og álfelgur. Örfá fyrirtæki gáfu upp sérverð á stálfelgum, en þau eru ekki birt hér en tekið fram, að eigi það við þá eru þau verð að öllu jöfnu örlítið lægri en þegar um álfelgur er að ræða. Ástæðan fyrir þessari skiptingu er sú að stálfelgurnar eru ennþá í umferð þó þær hafi að mestu vikið fyrir álfelgunum.

- Auglýsing -

 

Það sem hafa ber í huga

Mjög misjafnt getur verið hvernig vélar og annað eru notaðar á hverjum stað fyrir sig. N1 er eina verkstæðið í þessarri úttekt sem er með Michelin-gæðavottað dekkjaverkstæði. Sum af verkstæðunum veita afslátt fyrir meðlimi í  FÍB, meðlimi í 4X4, aldraða og öryrkja. Mannlíf hvetur fólk til þess að athuga með afsláttarkjör áður en pantaður er tími, það getur munað mikið um þau. Önnur verkstæði bjóða ekki upp á sérstaka afslætti, en segjast þess í stað bjóða eins gott verð og mögulegt er fyrir alla viðskiptavini sína.

- Auglýsing -

 

Verðin eiga við um eftirfarandi: Dekkin tekin undan bifreiðinni (4 stykki), þau umfelguð, sett undir og jafnvægisstillt. Miðað er við hefðbundin dekk og felgur.

 

Niðurstaða- Fólksbílar

Talsverður verðmunur reyndist vera á þjónustunni. Dekkjahöllin reyndist með hæstu verðin í öllum fjórum flokkum. NO22 var með lægsta verðið í öllum fjórum flokkunum.

Felgustærð upp að 16“ : Dekkjahöllin er með 110 prósent hærra verð en NO22.

Felgustærð 17“ : Dekkjahöllin er með 110 prósent hærra verð en NO22.

Felgustærð 18“ : Dekkjahöllin er með 155 prósent hærra verð en NO22.

Felgustærð 19“ : Dekkjahöllin er með 175 prósent hærra verð en NO22.

 

Niðurstaða – Jepplingar

Það var einnig talsverður verðmunur á þjónustunni í flokki jepplinga. Niðurstaðan var sú að Dekkjahöllin reyndist vera með hæstu verðin í öllum fjórum flokkum. NO22 var með lægsta verðið í öllum fjórum flokkunum.

 

Felgustærð upp að 17“ : Dekkjahöllin er með 84 prósent hærra verð en NO22.

Felgustærð 17“ : Dekkjahöllin er með 84 prósent hærra verð en NO22.

Felgustærð 18“ : Dekkjahöllin er með 78 prósent hærra verð en NO22.

Felgustærð 19“ : Dekkjahöllin er með 120 prósent hærra verð en NO22.

 

Hér að neðan má sjá allar upplýsingar. (SL stendur fyrir snertilausa umfelgun)

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -