Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

VERÐKÖNNUN – Munurinn minnkar milli Hagkaupa og Krónunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf heldur áfram að vera á vaktinni fyrir neytendur og að þessu sinni voru skoðaðar 20 vörutegundir hjá Hagkaup og Krónunni. Niðurstöður sýna að Hagkaup er í flestum tilfellum með hærra verð en þær sýna einnig að munurinn á milli verslana sem gefa sig út fyrir það að vera lágvöruverðsverslanir og þeirra sem ekki gera það er að verða undarlega lítill í mörgum tilfellum. Mestu munaði á grískri jógúrt frá Örnu, tæplega 26 prósentum hærra verð var í Hagkaup.

Í verðkönnun vikunnar skoðaði Mannlíf verðmun hjá Hagkaup og Krónunni. Athugað var verð á 20 vörutegundum. Orðið hefur vart við að verðmunur á milli verslana sem ekki gefa sig út fyrir það að vera lágvöruverðsverslanir og verslanir sem gefa sig út fyrir að vera slíkar, séu að færast nær hvor annarri hvað verðlag varðar. Mannlíf telur að þetta þurfi að skoða nánar. Krónan gefur sig út fyrir það að vera lágvöruverðsverslun en Hagkaup ekki.

Niðurstöður

Hagkaup var með hærra verð í 17 tilfellum af 20. Ein vara var á sama verði og Krónan var með hærra verð í tveimur tilfellum af 20.

0 til 5 prósent munur: sex vörutegundir

5 til 10 prósent munur: Átta vörutegundir

- Auglýsing -

10 til 20 prósent munur: Fimm vörutegundir

20 til 26 prósent munur: Ein vara

Niðurstöður sýna, eins í fyrri könnunum er varða samanburð á milli verslana sem gefa sig út fyrir sitt hvora stefnuna, að munurinn er ekki svo ýkja mikill þegar horft er til þess til dæmis að Hagkaup býður viðskiptavinum sínum upp á þjónustu allan sólahringinn en Krónan ekki. Einnig gefur þetta vísbendingar um að eitthvað verulegt er að þegar kemur að álagningu lágvöruverðsverslana hér á landi.

- Auglýsing -

Hér að neðan má sjá töflu með öllum verðum og upplýsingum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -