Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Verðmæti Alvotech hrunið um 120 milljarða króna – Metlækkun í dag er áfall fyrir Róbert Wessman

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Metlækkun eða rúm 16 prósent varð í dag á virði Alvotech á Nasdaq á sama tíma og markaðurinn tók við sér og mikil hækkun varð. Þannig hækkaði Dow Jones vísitalan um rúm 2 prósent.

Frá því lyfjafyrirtækið Alvotech var skráð á hlutabréfamarkað hefur virði þessi lækkað um 120 milljarða króna. Aðilar á fjármálamarkaði eru sammála því að mikil lækkun Alvotech sé mikið áfall fyrir Róbert Wessman, stjórnarformann fyrirtækisins og umsjónaraðila útboðsins hér á landi, Arion banka og Landsbanka Íslands. Gengi fyrirtækisins í Nasdaq kauphöllinni stendur nú í 5,5 dölum á hlut, er jafngildir um 1,38 milljarða Bandaríkjadala verðmætis, eftir 16,5 prósent lækkun vestra í gær.

Þegar Róbert hringdi bjöllunni á Nasdaq var gengi hlutabréfanna 10 dalir á hlut og fór hæst í 14 dali á hlut. Hlutabréf íslenskra fjárfesta eru skráð á First North markaðinn hér á landi. Þar hefur Alvotech einnig verið í frjálsu falli. Í ljósi lækkunar vestra í dag er ekki ólíklegt að hluthafar hér á landi skoði stöðu sína við opnun markaða á mánudag. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Hlutabréfasjóður hjá Stefni, tryggingafélagið TM og Kristján Loftsson í Hval eru meðal íslenskra fjárfesta í Alvotech og fjárfestu fyrir vel á annan tug milljarða króna í tveimur nýlegum hlutafjáraukningum.

Mesta verðmætalækkun frá þjóðnýtingu bankanna

Ljóst er að hrun á verðmæti Alvotech er persónulegt áfall fyrir Róbert og væntanlega mikið áhyggjuefni fyrir stjórnendur fyrirtækisins. Virði hlutabréfa Alvotech í bókum fjárfestingafélags Róberts hefur væntanlega lækkað um allt að 50 milljarða króna frá skráningunni, en Aztiq er sagður eigandi að 39 prósenta hlut í fyrirtækinu. Aðilar á fjármálamarkaði telja óvíst hvaða áhrif þetta kunni að hafa á fjárhagslegan styrk Róberts sem hefur gefið út stórar yfirlýsingar um framtíð Alvotech og uppbyggingu hér á landi.  Önnur eins lækkun á verðmæti íslensks fyrirtækis hefur ekki sést hér á landi frá þjóðnýtingu ríkisins á íslensku bönkunum í fjármálahruninu. Þó verður að hafa í huga að áhugi fjárfesta á Alvotech kann að vera endurvakinn og verðmæti þess gæti þá aukist á nýjan leik. Þeir fjárfestar sem nú þegar hafa selt eign sína í félaginu hafa þó tekið á sig mikið fjárhagslegt tap.

Skuggaleg þróun á virði Alvtech.

Lækkun hlutabréfa Alvotech jafngildir öllu verðmæti Kviku banka og fjarskiptafélagsins Sýnar, sem eru bæði í hópi stærri fyrirtækja í Kauphöll Íslands. 

Mannlíf er einn þeirra fjölmiðla sem hefur sett varnagla við stórhuga umsvif og umdeilda stjórnhætti Róberts og spurt spurninga sem hann hefur ekki viljað svara. Róbert hefur til að mynda sagt að útflutningstekjur Alvotech á ári geti numið um 20 prósentum af þjóðarframleiðslu, sem væri að öllum líkindum hærri tekjur en af útflutningi allra sjávarafurða hér á landi. Þá hefur Mannlíf einnig fjallað um 13 milljarða króna kauprétti Alvotech, sem að mestu hafa verið gefnir út til fjögurra brottrekinna forstjóra fyrirtækisins. 

- Auglýsing -

Fyrirvari 1: Róbert Wessman hefur verið kærður til lögreglu fyrir aðild og yfirhylmingu í tengslum við innbrot á skrifstofur Mannlífs. Honum hefur margsinnis verið boðið að tjá sig um þessi mál í Mannlífi, en ekki orðið við áskoruninni. 

Fyrirvari 2: Ritstjóri Mannlífs vinnur að heimildabók um Róbert sem að hluta til er fjármögnuð af félagi sem er í eigu fyrrverandi samstarfsmanns auðmannsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -