Sunnudagur 25. september, 2022
5.1 C
Reykjavik

Verðum að herða eftirlit: „Það greinast ný afbrigði sem benda til þess að landamærin séu ekki þétt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert benda til þess að breskt afbrigði af COVID sé nokkuð verra en hvað annað afbrigði. Hann telur enga ástæðu til þess að banna komu Breta til Íslands en telur þó full ástæðu til að herða eftirlit við landamæri Íslands. Þetta kom fram í viðtali RÚV við Kára í gær.

Kára grunar að breska ríkisstjórnin og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin séu að nýta þetta veiruafbrigði til að hvetja fólk til þess að fara varlega um jólin.

„Við erum á því að það sé ekkert í þessari bresku týpu sem sé meira smitandi umfram það sem við sáum í þessari „bláu veiru“ í sumar. Það er ekkert dramatískt í þessari veiru og ef þetta afbrigði er eitthvað smitnæmara þá er það mjög lítið,“ segir Kári en „bláa veiran“ er yfirleitt kölluð franska veiran en það afbrigði kom til landsins með frönskum ferðamönnum.

Kári tekur undir með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem gefur í skyn að hegðun Breta hafi meira að segja um sprengingu í smitum þar. Þórólfur sagði við RÚV um bresku veiruna: „Það kann vel að vera en það er ekki komið fram á hverju það er byggt. Það kann vel að vera að þetta tengist hegðun fólks, að það sé að hópast saman og passar sig ekki. Það er lykillinn að dreifingu.“

Kára segir þó þetta sé líklega bull þá þurfi Íslands að herða landamærin verulega því þau séu orðin lek. „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þessu veiruafbrigði og ættum ekki að banna fólki að fljúga frá Bretlandi né öðrum löndum.Við erum að sjá þess greinileg merki að það þurfi að herða eftirlit. Það greinast ný afbrigði sem benda til þess að landamærin séu ekki jafn þétt og þau ættu að vera.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -