Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Verið óþekk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Áslaug Kristjánsdóttir, kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur hjá Domus Mentis

Við búum í samfélagi sem er uppfullt af reglum, sumar eru nauðsynlegar svo ekki skapist ringulreið og flestir eru sammála um að fylgja. Aðrar reglur eru óljósari og getur skapast skemmtileg spenna þegar þær eru beygðar eða brotnar. Fólk upplifir frelsi þegar reglur eru brotnar og þannig komum við oft breytingum á. Til þess að lífið sé skemmtilegt þurfum við jafnvægi á milli þess að vera stíf fyrir og sveigjanleg. Það eru óteljandi reglur sem fólk „þarft“ að fylgja þegar það er í tilhugalífinu eða í samböndum. En hvernig væru parsambönd ef fólk leyfði sér að vera aðeins óþekkara og hugsa út fyrir reglurammann?

Kynlíf fólks dafnar ef það er skemmtilegt og ekki of formfast. Formfesta eða tilbreytingarsnautt kynlíf er þó líklegast algengasta ástæðan fyrir því að fólk í parsamböndum hættir að stunda það. Líklega er það vegna þess að fólk er með fyrir fram ákveðnar reglur um hvað má og hvað má ekki í kynlífi. Að stunda kynlíf alltaf í sömu rútínu í lok dags gerir það að verkum að fólk missir áhugann. Það er ekki það að fólk hafi ekki áhuga á kynlífi, það hefur bara ekki áhuga á því kynlífi sem það er að stunda. Þegar svo er komið í sambandi er nauðsynlegt að brjóta upp rútínuna og að fara hugsa út fyrir boxið. Við það myndast frelsi og óþekktin tekur sér skemmtilega bólfestu.

Ein leið til þess að vera óþekk er að hunsa reglur. Dálkahöfundurinn Dan Savage mælir með því að fólk hunsi stefnumótareglurnar. Hann leggur til að fólk í samböndum snúi stefnumótinu á hvolf og byrji á öfugum enda. Byrja á kynlífi og fara svo til dæmis út að borða. Þetta hljómar sem gott ráð og gæti bætt kynlíf fólks í mörgum tilvikum. Það er ekki kynferðislega örvandi að vera of saddur og kenndur. Það að fara út að borða, fá sér 3-10 rétta matseðil og vín með er ekki uppskrift að því að upplifa sig sexí eða sprækan. Flestir verða uppþembdir af slíkri veislu og áfengið deyfir alla skynjun okkar. Það þarf því að hamast meira til þess að ná fullnægingu sem er ekki ákjósanlegt með fullan maga af mat.

Það að stunda kynlíf í upphafi stefnumóts getur líka dregið úr frammistöðuótta. Það gefst minni tími til þess að velta fyrir sér kvíðahugsunum um það hvort maður standi sig og ólíkar væntingar um það hvort verði af kynlífi eða ekki í lok stefnumóts trufla ekki. Ánægjulegt kynlíf fyllir fólk af orku fyrir stefnumótið sem er fram undan og það má njóta þess áhyggjulaus.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -