Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Verkfall lækna er yfirvofandi: „Það er ekkert útilokað að þetta gangi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður læknafélags Íslands, Steinunn Þórðardóttir, telur að fundur félagsins með samninganefnd ríkisins hafi gengið vel; hún horfir bjartsýn á morgundaginn og vonast að samningar náist svo ekkert verði af boðuðu verkfalli lækna, en þetta kemur fram á Vísi.

„Það er ekkert útilokað að þetta gangi. Þetta er allt að mjakast og við munum vonandi sjá á morgun hvort að báðir aðilar eru nokkurn veginn sáttir með útkomuna,“ segir Steinunn og bætir því við að aðallega sé nú verið að semja um betri vinnutíma fyrir lækna; þetta séu afar flóknir útreikningar:

„Þetta er stór breyting og það er mjög margt sem þarf að horfa til áður en maður getur tekið afstöðu til þess hvort þetta sé hagstætt fyrir báða aðila.“

Náist ekki samningar á fundinum í dag mun hefjast læknaverkfall á miðnætti; mun það standa til hádegis.

Verkfallið yrði nokkurnveginn með þessum hætti – fjóra virka daga vikunnar; næði til allra lækna hjá ríkinu – fyrir utan skurðlækna er semja sjálfir; komi til verkfalls verður svokölluð rauð mönnun frá miðnætti til hádegis; þar sem öllum afar brýnum erindum verður sinnt – en mögulegt er að öll skipulögð þjónusta geti riðlast.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -