Miðvikudagur 31. maí, 2023
7.8 C
Reykjavik

Verkfall samþykkt: „Af þessum niðurstöðum að dæma er ljóst að fólkinu okkar er misboðið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Félagsmenn BSRB í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi hafa samþykk að leggja niður störf í maí, en þetta kemur fram á Vísi.

Meria en 90 prósent félagsmanna samþykktu verkfallsaðgerðir í atkvæðagreiðslu er hófst á miðvikudaginn.

Samkvæmt formanni BSRB snýr deilan að sameiginlegri kröfu félaganna þess efnis að starfsfólk sveitarfélaga er vinnur meðal annars á leikskólum, grunnskólum, sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og þjónustu við fatlað fólk, fái sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf innan sömu stofnunar eða sveitarfélags og aðrir hafa þegar fengið frá 1. janúar.

Kemur fram að fyrsta verkfallslotan nær til Kópavogs, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Starfsmenn félagsins í Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Ölfus, Hveragerði, Árborg og Vestmannaeyjum munu einnig greiða atkvæði um verkfall á næstu dögum.

Einnig er sagt fráþví að tæp 92 prósent hafa samþykkt verkfallsaðgerðir í Kópavogi, 97 prósent í Garðabæ og Mosfellsbæ og hundrað prósent á Seltjarnarnesi.

„Af þessum niðurstöðum að dæma er ljóst að fólkinu okkar er misboðið og það muni ekki sætta sig við þá mismunun sem að Samband íslenskra sveitarfélaga býður upp á,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í tilkynningu um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar.

- Auglýsing -

Í framhaldinu mun starfsfólk Kópavogs, Mosfellsbæjar, Garðabæjar og Seltjarnarness hefja verkfallsaðgerðir 15. og 16. maí; starfsfólk Hafnafjarðar, Ölfus, Reykjanesbæjar, Árborgar, Hveragerðis og Vestmanneyja, bætast svo í hópinn í vikunni á eftir, fari atkvæðagreiðslur á þann veg; eru verkföll fyrirhuguð 22., 23., 24. 25. og 26. maí, 5,. 6., 7., 8., og 9. júní í þessum tíu sveitarfélögum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -