Laugardagur 20. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Verslun í Smáralind rukkar 4.000 krónur fyrir að taka frá skó par – Ekki endurgreitt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

 

 Birna Guðmundsdóttir lenti í undarlegum atburði í Smáralind. Hún var í leit að skóm fyrir útskriftina sína en Birna er að útskrifast frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, af leiklistarbraut. Hún leggur leið sína í verslunina Skórnir þínir og þar fann hún skó par sem henni leist vel á og bað um að það yrði tekið frá fyrir hana í klukkustund eða minna. Svarið sem hún fékk frá starfsmanni var að hún þyrfti að greiða fyrir það 4000 krónur.

 

Ekki endurgreitt

Birna spurði hvort hún fengi ekki örugglega endurgreitt ef hún myndi ekki taka skóna og svarið var nei, þú færð ekki endurgreitt. Birna var vitanlega í sjokki yfir þessu enda ekki heyrt af svona viðskiptaháttum áður.  Hún hafði beðið um að skóparið yrði tekið frá í klukkustund eða minna, á meðan hún kíkti í hinar skóbúðirnar í Smáralind. Aðspurð um það hvort hún gæti hugsanlega hafa misskilið starfsmanninn þvertók hún fyrir það því það fór ekki á milli mála að svona var þetta hjá búðinni.

 

- Auglýsing -

Til fyrirmyndar

Birna endaði á því að fara í GS skór í Kringlunni og fékk þar fyrirmyndar þjónustu. Hún fann þar skó sem hún vildi kaupa en þá voru þeir ekki til í hennar númeri í Kringlunni. Henni var boðið að hringt yrði í verslun GS í Smáralind og skó parið yrði tekið frá þar. Birna spyr hvort það muni kosta hana eitthvað að taka þá frá og afgreiðslustúlkan horfði undrandi á hana og sagði nei, alls ekki og ég læt taka þá frá fyrir þig út daginn.

Fleiri lent í dónaskap

- Auglýsing -

Hún bar svo málið upp í hópnum Beautytips á Facebook og fékk þar álit margra kvenna sem höfðu aldrei heyrt annað eins. Ekki nóg með það þá hrúguðust inn frásagnir annarra kvenna sem lent höfðu í miklum dónaskap eiganda Skórnir mínir  og starfsfólki. Hér að neðan má sjá nokkrar frásagnir sem birtust undir innleggi Birnu.

 

 

Birna mun leita til Neytendasamtakanna og bera málið á borð fyrir samtökin og útlit er fyrir að aðrir sem segja farir sínar ekki sléttar, muni einnig leita til þeirra.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -