Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Vestfirsk móðir í stresskasti trompaðist og hjólaði í unga dóttur: „Þetta helvítis fokking dót“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móðir á Vestfjörðum var dæmd í lok árs 2019 í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Vestfjarða fyrir barnaverndarbrot sem og brot í nánu sambandi. Móðirin var ákærð fyrir að ráðast að ungri dóttur sinni með ofbeldi og að hafa hegðað sér ruddalega. Barnið hlaut ýmis meiðsli og fékk yfir sig holskeflu svívirðinga.

Barnavernd barst tilkynning um að ástæða væri til að hafa áhyggjur af velferð barnsins. Móðir barnsins var sökuð um að hafa rifið harkalega í buxur dóttur sinnar þar sem stelpan sat á rúmi í þeim tilgangi að klæða hana úr fötunum en barnið  hafi dregist með buxunum, fram úr rúminu og fallið á gólfið og lent ofan á leikföngum. Fann barnið fyrir eymslum í baki, fékk hruflsár við tíunda og ellefta hryggjarlið, mar á baki og fékk lítið sár á annað hnéð.

Læstist úti og brjálaðist

Fyrir dómi sagðist vestfirska móðirin vel muna hvað átti sér stað þennan dag. Vinnudaginn hafði verið langur og hún verið úrvinda. Hún sagðist hafa komið heim tíl sín milli klukkan fimm og sex. Þá hafi hún áttað sig á að hún var læst úti.

Móðirin kíkti á gluggann og tók eftir að allt var á rúi og stúi inni í íbúðinni. Hún kom hvergi auga á dóttur sína. Konan átti að mæta fljótlega til vinnu og sagðist hafa verið í stresskasti. Hún fékk aðstoð við að finna stelpuna og þegar dóttirin hennar hitti móður sína fyrir utan læst húsið sagði móðirin að stelpan hefði tilkynnt að hún gæti opnað gluggann.

Konan sagðist þá hafa sagt við dóttur sína: „Drullaðu þér þá inn um helvítis gluggann og opnaðu fyrir mér.“ Stúlkan átti að hafa farið eftir því, samkvæmt móðurinni. Þegar inn var komið sagði móðirin að hún hefði tekið reiðhjólahjálm af dóttur sinni og sagt: „Drullaðu þér inn í herbergi þú átt að fara að sofa.“

- Auglýsing -

Barnið hefði þá háttað sig og viðurkenndi móðirin að hún hefði enn verið reið og pirruð. Hún kvaðst hafa tekið í buxur barnsins með þeim afleiðingum að dóttir hennar datt í gólfið. Á gólfinu hafi verið alls konar dót. Þá hafi hún sagt stelpunni að fara að sofa en hún hafi þá verið grátandi. Móðirin lokaði hurðinni og sagðist hafa viljað jafna sig. Hún hélt svo aftur til vinnu en á meðan var sú yngri í umsjá eldri systur sinnar.

Þegar móðirin kom heim um klukkan ellefu um kvöldið ók hún eldri dóttur sinni til síns heima. Í dómnum segir: „… og komið svo heim aftur. Þá hefði hún, í stað þess að slaka á og fara að sofa, horft á sjónvarpið einhverja stund en svo vakið barnið og látið það taka til eftir sig. Þá hefði hún ákveðið að senda barnið ekki í skólann daginn eftir, til að þær gætu jafnað sig á þessu.“

Móðirin sagði einnig aðspurð að barnið hefði verið hrætt allan tímann og óttinn beinst að henni. Mat hún að það stafaði af því hversu reið og ólík hún var sjálfri sér. Þá sagði móðirin að ástæðan fyrir því að hún sendi dóttur sína ekki í skólann næstu tvo daga, hafa verið þá að dóttir hennar hafi vitað:  „hvað hún hefði gert af sér“.

- Auglýsing -

Hún sagði stelpuna sína hafa verið viðkvæma og litla í sér daginn eftir og hún hafi gert sér grein fyrir að það tæki daginn að jafna sig á þessu öllu.

Móðirin viðurkenndi að hegðun hennar hefði verið röng og hún hefði hvorki átt að senda hana inn um gluggann né vekja hana um nóttina, hvað þá að láta skap sitt bitna á henni. Hún tók fyrir að hafa gripið í hnakkadrambið á dóttur sinni. Hún sagðist ekki muna til þess að hafa ýtt barninu inn um gluggann. Þá þvertók hún fyrir að hafa ráðist á barnið og kastaði því til.

„Drullaðu þér inn“

Stúlkan sagði í Barnahúsi að móður hennar hefði ýtt sér að glugganum og sagt: „Drullaðu þér inn um helvítis gluggann“. Þá sagði hún móður sína hafa hent sér inn um gluggann. Þegar hún hefði verið búin að opna fyrir móður sinni hefði mamman gripið í hnakkadrambið á henni, dregið hana inn í herbergi og hent henni í rúmið. Hefði barnið við þetta dottið og fengið áverka á baki og fótlegg.

Þá hafi hún farið aftur upp í rúmið og móður hennar sagt: „Drullaðu þér úr helvítis fötunum“. Móðir hennar hafi því næst tosað hana úr buxunum þannig að hún datt aftur. Eftir þetta hefði hún enn farið upp í rúmið og þá skellt hurðinni. Sagði stelpan að hún hefði verið hágrátandi. Hún sagði einnig að hún hefði hvorki fengið mat né að tannbursta sig.

Stelpan sagðist síðan hafa verið vakin af móður sinni um nóttina og sagt henni að taka til „þetta helvítis fokking dót“. Stelpan lýsti í Barnahúsi mun alvarlegra ofbeldi en fram kemur í dómnum en í dómnum segir að þær ásakanir ættu sér ekki stoð í raunveruleikanum eða eins og segir í dómnum:

„Barnahúsi frá ýmsum alvarlegum atvikum, sem gögn málsins sýna að eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum, og gegn eindreginni neitun ákærðu, verður ákærða ekki sakfelld fyrir aðra háttsemi en þá sem hún hefur sjálf gengist við og áður greindi.

Móðirin var því aðeins sakfelld fyrir það ofbeldi sem hún viðurkenndi að hafa beitt dóttur sína. Í héraðsdómi var móðirin dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 200 þúsund krónur í miskabætur. Dómarinn leit svo á að móðirin hefði ekki ætlað sér að skaða barnið líkamlega en látið sér það í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingar af hegðun hennar yrðu gagnvart ungu barni hennar. Þá mátti barnið þola þessa yfirgengilegu hegðun mömmu sinnar í margar klukkustundir og fram á næsta dag.

Móðirin áfrýjaði málinu til Landsrétttar m.a. til að freista þess að fella niður skaðabætur til dóttur hennar. Ákæruvaldinu, sem krafðist þyngri refsingar, varð ekki að ósk sinni. Móðirin var sýknuð að hafa kastað dóttur sinni nauðugri upp í rúm með þeim afleiðingum að hún hafi slasast og um það segir í dómnum:

„Þegar metið er hvort ákærða hafi haft ásetning til líkamsárásar gagnvart brotaþola verður aftur á móti einnig litið til þess að sú athöfn ákærðu að taka brotaþola úr buxunum er í eðli sínu hversdagsleg auk þess sem brotaþoli var í þröngum „leggings“ buxum umrætt sinn.“

Konan braut með framkomu sinni gegn Barnaverndarlögum en mat dómurinn það svo að háttsemi eða hegðun hennar hafi ekki verið vanvirðandi í skilningi laga.

Þá segir í dómnum að konan hafi ekki áður sætt refsingu og hafi sagt að hún sæi eftir hegðun sinni, var ákvörðun um refsingu frestað. Einnig var lagt fyrir Landsrétt bréf Barnahúss 15. janúar 2021 þar sem segir að barnið hafi í þrígang verið í meðferð hjá Barnahúsi og að í síðasta viðtalinu hafi komið fram að stúlkan væri  „örugg og ánægð í umsjón móður sem og föður“.

Hegðun móðurinnar getur einnig, að mati dómsins, valdið stúlkunni skaða og þá með þeim hætti að barnið er háð henni um uppeldi og húsnæði til framtíðar. Konan þarf að greiða 100 þúsund í miskabætur til dóttur sinnar. Konan krafðist að málinu yrði vísað frá og til vara sýkni af einkaréttakröfu dóttur sinnar. Í héraðsdómi var konan dæmd í 2 mánaða fangelsi en niðurstaða Landsréttar var eftirfarandi:

Ákvörðun um refsingu ákærðu, X, er frestað og fellur hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærða almennt skilorð.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -