Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Vesturbæingar telja eitrað fyrir hundum í hverfinu: „Þetta er hrikaleg mannvonska“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar Vesturbæjarins í höfuðborginni hafa áhyggjur af því að eitrað sé fyrir hundum í hverfinu. Grunur þeirra beinist einna helst að rottueitri og hefur þetta verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Það er Rósa nokkur sem sendir inn viðvörun í hverfishóp Vesturbæinga á Facebook. Þar segir hún:

„VARÚÐ gæludýraeigendur! Það lítur út fyrir að einhver hafi reynt að eitra fyrir hundi sem var útí garðinum sínum hér í hverfinu. Má til með að láta ykkur vita af þessari grunsemd, veit ekki meira í bili…Bið fyrir hundinum að það verði í lagi með hann,“ segir Rósa.

Sandra þakkar kærlega fyrir ábendinguna. „Eitthvað sem allir hafa gott að vita af: Ef hundur fer í rottueitur sést það strax. Það byrjar að blæða úr augunum þeirra og þá á að gefa þeim strax k-vítamín og fara með upp á dýraspítala,“ segir Sandra.

Sara er í sjokki en hún hefur sjálf upplifað þetta með hundinn sinn í hverfinu. „Þetta er hrikaleg mannvonska. Hundurinn okkar dó eftir að hafa étið svona eitur á Víðimel fyrir nokkrum árum. Innyflin tærast upp og þeir deyja úr innvortis blæðingum. Sársaukafullur og hægur dauðdagi,“ segir Sara.

Margir íbúar lýsa undran sinni á þessu og spyrja Rósu hvort hún hafi tilkynnt til lögreglunnar. „Já takk, lét lögregluna vita, eigandinn/ dýralæknir þarf að tilkynna málið, veit ekki meir… vonum það besta fyrir hundinn og fjölskyldu hans,“ segir Rósa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -