Föstudagur 19. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Vesturbæingar vilja Hótel Sögu undir skólastarf: „Krakkarnir vilja vera í skólanum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Foreldar í Vesturbænum hafa spurt borgarstjórann í Reykjavík, Dag B. Eggertsson, að því hvort mögulegt sé að nýta Hótel Sögu undir skólastarfsemi í hverfinu. Í næsta húsi má finna Hagaskóla þar sem nemendur á unglinsaldri fá nú aðeins þriggja klukkustunda skóladag vegna hertra sóttvarnaraðgerða.

Hilmar Þór Norðfjörð, íbúi í Vesturbænum, stingur upp á því að hið tóma hótel verði nýtt til að bjóða unglingum hverfisins upp á fullan skóladag. Hann leggur þetta til í hverfishópi Vesturbæjar á Facebook og taggar þar borgarstjórann inn í umræðuna.

„Pæling með Hagaskóla. Bekkjum skipt upp og bara 3 tímar að dag. Næsta hús er Hótel Saga sem er lokað og ónotað. Afhverju ekki að fá afnot af sölum þar og hafa heila skóladaga? Krakkarnir vilja vera í skólanum, aldrei þessu vant. Ekkert mál að halda 2 metra reglu, allt til alls þar og hægt að hjálpa Hótel Sögu í leiðinni eitthvað. Just saying Dagur B. Eggertsson, hvernig líst þér á þetta?,“ segir Hilmar.

Hótel Saga við Hagatorg.

Fjölmargir íbúar og foreldar í Vesturbænum blanda sér í umræðuna. Flestir þeirra telja hugmyndina frábæra á meðan aðrir velta því upp hvort útfærslan sé raunhæf sökum kennaraskorts.

Aðalheiður Jónsdóttir er ein þeirra sem hrífst af hugmyndinni. „Elska þegar fólk fær svona frábærar #outofthebox hugmyndir,“ segir Aðalheiður. Drífa Magnúsdóttir er líka hrifin. „Frábær hugmynd. Þetta kallast að hugsa í lausnum,“ segir Drífa. 

Erna Svala Ragnarsdóttir tekur undir með þeim sem telja að það vanti mögulega kennara en hún telur á því lausn. „Frábært, og örugglega hægt nota tæknina ef það eru ekki nógu margir kennarar,“ segir Erna. 

- Auglýsing -

Ása nokkur er líka hrifin af hugmyndinni og bendir jafnframt á annan nærtækan möguleika nærri Hagaskóla. „Neskirkja er líka nærtæk og búið að biðja presta að bjóða aðstöðu,“ segir Ása. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -