Við eigum að loka landinu segir Kári

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Vænlegast er að loka landinu alfarið til að ná utan um seinni bylgju kórónuveirufaraldursins. Það er mat Kára Stefánssonar, forstjórar Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir ekki nóg að skima á landamærunum til að hefta útbreiðslu veirunnar.

„Ég persónulega kýs að loka landinu á þessu augnabliki og reyna að ná utan um þann faraldur sem er í gangi núna og taka svo ákvörðun að því loknu,“ sagði Kári í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun.

Kári telur að kórónuveiran eigi eftir að vera í íslensku samfélagi um nokkurt skeið og því þurfi mögulega að grípa til hertra aðgerða, til að mynda ef þjóðin vill lifa því menningarlífi sem hún kýs og ef halda á skólunum opnum með eðlilegum hætti.

„Ég held að stóra spurningin sem við verðum að horfast í augu við er hvort við eigum að halda áfram að takast á við þetta svona, taka þeim áföllum sem felast í því þegar blossa upp smit af þessari gerð og takast á við það,“ segir Kári. „Eða eigum við að loka landinu, krefjast þess að allir sem koma hingað fari fyrst í skimun, fimm daga sóttkví og svo aftur í skimun. Prísinn sem við myndum borga fyrir það er að ferðaþjónustan myndi gjalda en þetta er valið sem við verðum að horfast í augu við.“

Kári leggur áherslu á að þó skimun við landamærin hafi gengið vel hafi smit engu að síður borist til landsins og aldrei sé hægt að útiloka veiruna án þess að loka landamærunum.   „Allt í einu er hér smit sem liggur lítill vafi á að rekja má til eins einstaklings sem hefur komið hingað inn. Það er veira með eina samsetningu af stökkbreytingu og það eru 32 hópar sem ekki er hægt að rekja saman sem hafa smitast af sömu veirunni.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Ballarin á leynifundi með Ármanni

Orðrómur Ein stærsta ráðgátan eftir útboð Icelandair er höfnunin á tilboði athafnakonunnar Michael Roosevelt Ballarin sem hermt er...