Þriðjudagur 10. september, 2024
4.7 C
Reykjavik

„Við eigum ekki að þurfa að horfa á samviskulausa sölumenn selja börnunum okkar eitur í vökva eða poka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í hverri viku tekur Mannlíf saman ummæli vikunnar. Þessi voru þeirra á meðal:

„Ömurlegt að tilheyra starfsstétt sem er smánuð og kölluð afæta í kommentakerfunum.“

Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur um umræðuna í tengslum við úthlutun listamannalauna.

„Við eigum ekki að þurfa að horfa á samviskulausa sölumenn selja börnunum okkar eitur í vökva eða poka.“

Lára G. Sigurðardóttir læknir segir tímabært að flokka nikótín sem sterkt eiturefni.

„Í ár hefur hann verið ein hreinasta hörmung og í mjög slöku liði og að jafnaði einn slakasti leikmaðurinn. Manni sýnist að það hljóti að vera annaðhvort núna eða næsta sumar að leiðir muni skilja. Ég held að það sé best fyrir hann og klúbbinn.“

- Auglýsing -

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, um frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton.

„Margir þingmenn, bæði núverandi og fyrrverandi, kvarta sáran yfir því að starf þingmannsins sé ekki fjölskylduvænt. Eins og að eðli starfsins hafi verið þeim hulið þegar þeir buðu sig fram.“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki mikið fyrir kvartanir þingmanna, núverandi og fyrrverandi, yfir ófjölskylduvænum vinnutíma á Alþingi.

- Auglýsing -

„Minn gamli starfsfélagi Sigurður Már er genginn svo langt inn í afturhald og auðmannadýrkun að hann er orðinn einn besti skemmtikraftur þjóðarinnar.“

Gunnar Smári Egilsson, athafnamaður og sósíalistaforingi, um pistil Sigurðar Más Jónssonar í Morgunblaðinu þar sem Sigurður fjallar um sjóslys, en Gunnar Smári les hann sem lofgjörð til kvótakerfisins.

„Í umræðu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrir hádegi sagði formaður Sósíalistaflokks Íslands að engir útgerðarmenn hefðu látist við sjósókn hér við land. Þau orð lýsa ekki mikilli þekkingu á útgerðarsögu landsins.“

Sigurður Már Jónsson í umræddum pistli.

„Mér finnst það með ólíkindum að Andri Már komi núna, korteri eftir að hafa misst ferðaskrifstofurnar til bankans, og ætli að hefja leik á ný eins og ekkert sé eðlilegra. Það er ekkert eðlilegt við það.“

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn. Á síðasta ári leysti Arion banki til sín ferðaskrifstofur sem áður tilheyrðu Primera Travel, samsteypu Andra Más Ingólfssonar. Andri vinnur nú að því að stofna nýja ferðaskrifstofu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -