Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.9 C
Reykjavik

„Við héldum að hann fengi kannski tíu ár í viðbót“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikstjórinn Árni Ólafur Ásgeirsson greindist með krabbamein 11. febrúar á þessu ári, strax var ljóst að veikindin væru alvarleg. Þann 26. apríl var hann látinn, aðeins 49 ára gamall.

Marta Luiza Macuga, eiginkona Árna, er í hjartnæmu viðtali í nýjasta tölublaði Vikunnar, þar sem hún ræðir hjónaband þeirra, veikindin og missinn.

Segir hún að þau Árni hefðu vonast eftir lengri tíma saman og aldrei rætt dauðann sérstaklega.
Marta segir þau alls ekki hafa verið undir það búin að kveðja svona fljótt.

„Við héldum að hann fengi kannski tíu ár í viðbót,“ segir Marta og segir þau hafa verið ákveðin í að berjast.

Kvartaði aldrei þrátt fyrir að líða miklar kvalir

Marta segir frá því að Árni hafi aldrei kvartað, þrátt fyrir að hafa verið kvalinn í langan tíma.

- Auglýsing -

„En beinkrabbamein er mjög sársaukafullt, hann var mjög kvalinn síðustu vikurnar og það var erfitt að sjá hann þjást svona og geta ekkert gert þótt hann reyndi alltaf að virðast sterkur fyrir alla í kringum sig.“

Læknar voru stöðugt að reyna finna leiðir til að draga úr sársaukanum segir Marta.

„Maður getur ekki ímyndað sér hversu kvalafullt krabbamein er, nema hafa horft upp á ástvin ganga í gegnum það. Þetta er svo kvalafullt og langt ferli. Mér finnst í raun ótrúlegt að við séum á 21. öldinni en samt séum við ekki komin lengra í baráttunni við þennan vágest. Það eru vonbrigði en kemur vonandi að því einn daginn. Krabbameinið sem Árni Óli fékk var af mjög sjaldgæfri tegund og það er fyrst núna sem byrjað er að prófa ný lyf við því en það er á byrjunarstigi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -