Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

„Við sigrum ekki með því að leita sökudólga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Risið þessa dagana er ekki því að kenna að við opnuðum landamæri, það er ekki fólki að kenna sem er að leita eftir alþjóðlegri vernd eða ferðamönnum,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnarhúsa í færslu á Facebook-síðu sinni. Segist Gylfi Þór fá það fólk til sín.

„Ef ferðamaður er sýktur við landamæri, þá kemur hann til mín. Ef um manneskju sem er í leit að aðþjóðlegri vernd (flóttamaður) er að ræða þá kemur viðkomandi til mín um leið og komið er til landsins,“ segir Gylfi Þór og bætir við að enginn flóttamaður hafi borið með sér smit og þeir ferðamenn sem hafi greinst á landamærunum hafi ekki komið sér í samband við Íslendinga.

Segir hann sárafáa ferðamenn hafa fengið neikvætt sýni á landamærunum og síðar jákvætt, ef hann muni rétt sé það einn einstaklingur, sem líklega hafi smitast hér á landi.

„Þeir sem hafa borið smit með sér milli landamæra eru Íslendingar, fólk sem vill komast heim. Við erum í baráttu, líklega stærsta stríði sem við höfum tekið þátt í síðan í Þorskastriði,“ segir Gylfi Þór enn fremur. „Við erum ekki í seinni bylgju, við erum að takast á við Covid og við munum halda því áfram í töluverðan tíma. Við sigrum ekki með því að leita sökudólga, þar sem þeir eru ekki. Við sigrum með því að standa saman, saman sem ein/n. Hættum að leita að sökudólgum, það er engin sekur. Leitum frekar að lausnum, leitum að því góða í okkur því án okkar, er ekkert við.“

Fjögur farsóttarhús eru í landinu, tvö við Rauðarárstíg í Reykjavík, eitt á Akureyri og eitt á Egilsstöðum. Samanlagt dvelja þar á fjórða tug Íslendinga og útlendinga í einangrun og sóttkví, langflestir  í Reykjavík. Ein fjölskylda er í farsóttarhúsinu á Akureyri eftir að einn fjölskyldumeðlima greindist með veiruna þar í gær.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -