Fimmtudagur 28. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Viðar Örn nýtur lífsins í Noregi: „Ætlum að gera okkur heldur betur glaðan dag í tilefni dagsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er enginn annar en knattspyrnusnillingurinn Viðar Örn Kjartansson en hann er hvorki meira né minna en 32 í dag.

Uppeldisfélag Viðars er Selfoss en einnig hefur hann leikið með ÍBV og Fylki hér á landi. Þá hefur sóknarmaðurinn leikið með Vålerenga í Noregi, Jiangsu Guoxin-Sainty í Kína, Malmö FF í Svíþjóð, Maccabi Tel Aviv í Ísrael, Rostov í Rússlandi, Hamm­ar­by í Svíþjóð, Ru­bin Kaz­an í Rússlandi og Yeni Malatya­spor í Tyrklandi. Hann leikur nú aftur hjá Vålerenga þar sem hann er mjög vel liðinn.

Viðar var fyrst valinn í A-landslið Íslands í knattspyrnu árið 2014 og hefur hann spilað 8 leiki með liðinu og skorað eitt mark.

Í samtali við Mannlíf sagði Viðar að lífið væri hið fínasta í Noregi.

„Lífið er annars mjög fínt hér alltaf. Og ég er með fjölskylduna í heimsókn og við ætlum að gera okkur heldur betur glaðan dag í tilefni dagsins. Út að borða og bíó jafnvel.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -