Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Víðáttuölvaður maður meðvitundarlaus í blómabeði – Hnífamaður ógnandi á samkomustað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fáir fengu gistungu hjá lögreglunni í nótt eða aðeins tveir. Talsverður óróleiki var þó meðal nátthrafna og ölvun hjá mörgum. Fæstir voru í jólaskapi.

Tilkynnt var um eld í heimahúsi. Í ljós kom að pottur á eldavél var að brenna yfir. Ekkert tjón varð og málið leystist farsællega.

Brotist var inn verslun. Ekki vitað hvað var tekið en gerandinn þekkist á upptökum. Málið er í rannsókn.

Ökumaður var stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Á svipuðum slóðum var lögreglu tilkynn um „víðáttuölvaðan aðila“ sem lá í blómabeði. Sökum ástands var maðurinn vistaður í fangaklefa hvar hann mun hvíla þar til af honum rennur víman.

Tilkynnt var um mann í miðbænum sem var ógnandi. Sá var búinn að kasta skó í annan og hugsanlega með hníf. Lögregla handtók manninn og flutti hann á lögreglustöð. Enginn hnífur reyndist vera á vettvangi en aðilinn mjög æstur og ölvaður. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins.

Hafnarfjarðarlögreglu var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem ekið var utan í bifreið. Gerandi lét sig hins vegar hverfa af vettvangi. Á sama svæði var tilkynnt um eignaspjöll á hraðbanka. Þegar upptökur voru skoðaðar kom í ljós að reynt hefði verið að ræna úr hraðbankanum sem stóðst áhlaupið.

- Auglýsing -

Maður sem vann eignaspjöll í sameign neitaði að gefa upp nafn og kennitölu. Hann var mjög ölvaður og skertur af viti.

Rifrildi gaus upp á samkomustað. Annar deiluðilinn tók upp hníf og starfsfólk kallaði því eftir lögreglu. Þegar lögregla kom á staðinn voru allir orðnir rólegir. Hnífamaðurinn verður kærður fyrir brot á vopnalögum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -