Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Viðbótarkostnaður vegna rangrar klæðningar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verklok vegna viðbyggingar Klettaskóla tefjast fram á sumar.

Á vordögum á síðasta ári var ný sundlaug tekin í notkun í Klettaskóla (áður Öskjuhlíðarskóla). Skömmu síðar fóru loftplötur að falla niður í laugina. Atvikin gerðust á kvöldin og um helgar og voru rakin til galla í loftræstikerfi sem slökkti á sér. Við það steig mikill raki til lofts sem loftplöturnar drukku í sig. Við nánari athugun kom í ljós að plöturnar sem notaðar voru stóðust ekki kröfur og hefur þeim nú verið skipt út. Þeim viðgerðum lauk í síðasta mánuði.

Aðspurður um hvers vegna úrbætur á lofti sundlaugarinnar hafi tekið svo langan tíma svarar Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, skriflega til Mannlífs að upphaflega hafi verið talið að vandamálið stafaði eingöngu af bilun í loftræstikerfi sem átti það til að stöðvast.

Síðan versnaði ástandið eftir því sem loftræstikerfið datt oftar út. Það má e.t.v. segja að það hafi verið lán í óláni að loftræstikerfið bilaði því annars hefði ekki komið í ljós svona fljótlega að loftklæðningin var óhentug fyrir rýmið.

„Því var reynt að lagfæra það fyrst en það reyndist vera snúið. Síðan kom í ljós að klæðning í lofti (loftplötur) hentaði einfaldlega ekki í sundlaugarrými þar sem plöturnar voru of rakadrægar. Það fór að bera á vandamálinu fljótlega eftir að sundlaugin var tekin í notkun í byrjun apríl á síðasta ári. Síðan versnaði ástandið eftir því sem loftræstikerfið datt oftar út. Það má e.t.v. segja að það hafi verið lán í óláni að loftræstikerfið bilaði því annars hefði ekki komið í ljós svona fljótlega að loftklæðningin var óhentug fyrir rýmið. Skipt var um klæðningu nú í febrúar og loftræstikerfið lagað,“ segir hann. Verktakinn Ístak og söluaðili loftplatnanna taka ábyrgð á gallanum og greiða kostnaðinn við viðgerðirnar.

Kostnaður liggur ekki fyrir
Sundlaugin er þjálfunar- og kennslulaug og er hluti af framkvæmdum við þriðja áfanga skólans. Klettaskóli hét áður Öskjuhlíðarskóli og er sérskóli á grunnskólastigi sem þjónar öllu landinu. Hann var byggður í tveimur áföngum árin 1974 og 1985 en framkvæmdir við nýju viðbygginguna hófust á vormánuðum 2015. Samhliða þeim hafa verið gerðar umfangsmiklar endurbætur á gamla skólanum. Með nýju viðbyggingunni má gera ráð fyrir umtalsverðum breytingum á starfsemi skólans þar sem áhersla er lögð á bætt aðgengi og þjónustu við fatlaða nemendur en í skólanum er aðstaða fyrir 80-100 nemendur.

Í nýju viðbyggingunni norðvestan við núverandi skóla eru einnig hátíðar- og matsalur, íþróttasalur og félagsmiðstöð. Þá er leiksvæði á lóð endurgert með það fyrir augum að það henti fötluðum nemendum. Um er að ræða aldursskipt leiksvæði með láréttum flötum í mismunandi hæð og góðum tengingum á milli. Framkvæmdum er enn ekki lokið en áætluð verklok voru í ágúst á síðasta ári og heildarkostnaður var áætlaður 2.600 milljónir kr.

Það geta alltaf komið upp viðbótarframkvæmdir eða eitthvað óvænt þar sem verið er að gera upp.

Bjarni segir að heildarkostnaður við framkvæmdirnar liggi ekki fyrir að svo stöddu enda sé frágangi ekki lokið og kostnaður muni því ekki endanlega koma í ljós fyrr en í sumar. Hann segist ekki geta sagt til um það hvort um framúrkeyrslu sé að ræða „enda liggja tölurnar ekki fyrir vegna þess að verkinu er ekki lokið. Það geta alltaf komið upp viðbótarframkvæmdir eða eitthvað óvænt þar sem verið er að gera upp. Og þá er gerð grein fyrir því og einfaldlega bætt við fjármagni til að dekka það með samþykktum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -