„Viðbrögð þeirra við gagnrýninni endurspeglar alkóhólisma.“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar, segir í viðtali á Kjarnanum að af viðbrögðum Klaustursþingmanna að dæma séu þeir virkir alkóhólistar. Hann leggur til að Alþingi bjóði þingmönnum upp á meðferð. Ummæli Kára, „Viðbrögð þeirra við gagnrýninni endurspeglar alkóhólisma,“ eru ein af sleggjum vikunnar sem Mannlíf tók saman.

„Það má ljúga, stela og klæmast í þinginu en það má ekki segja að þingmenn steli, ljúgi og klæmist. Það er kjarninn í nýjasta úrskurði siðanefndar þingsins og ákvörðun þingforseta um hvaða málum beri að vísa þangað og hvaða málum ekki.“
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.

„Ég átta mig ekki alveg á þessu. Er þetta svona óþægilegt að þegar við komum upp í pontu að forseti telur bara ástæðu til þess að stoppa okkur hérna í miðjum ræðum?“
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, ósátt við að forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon stöðvi þingmenn Pírata í ræðum sínum.

„Þegar um er að ræða liðinn óundirbúnar fyrirspurnir og háttvirtir þingmenn hafa beðið um orðið til þess að spyrja tiltekinn ráðherra spurninga þá ber þeim að gera það. En ekki nota meirihlutann eða helminginn af sínum ræðutíma í árásir á aðra flokka.“
Steingrímur J. Sigfússon.

„Meirihlutinn í borginni hótar enn hærri sköttum vegna umferðartafa sem hann bjó sjálfur til.“
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, gagnrýnir meirihlutann í borginni fyrir að íhuga að leggja veggjöld á bíla.

„Þó það sé gaman að fá sér stundum koníak er þetta eitthvað annað.“
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gagnrýnir slæma stöðu heilbrigðisþjónustu í dreifðari byggðum, í tilefni fréttar Mannlífs um erfiða stöðu í heilbrigðisþjónustu á Borgarfirði eystra þar sem sjúklingur var deyfður með koníaki.

„Búinn að átta mig á því að hjólreiðamenn sem vilja og geta hjólað í vinnuna er skæðasti sértrúarsöfnuður á Íslandi. Fjölmiðlafulltrúinn er @gislimarteinn og hann vinnur að því frítt í dag (var í borgarstjórnar í því starfi á sínum tíma). Note to self: ekki bögga hjólreiðafólk aftur.“
Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður sendir Gísla Marteini aftur tóninn á Twitter en þar hafa þeir eldað saman grátt silfur um nokkurt skeið.

„Í huganum hef ég matreidd kjötstykki með arseniki en því miður veit ég ekki hvar ég get fengið slíkt til að gæða hundkvikindunum á.“
Fjölmiðlamaðurinn Guðni Már Henningsson þolir ekki geltið í hundum nágrannans á Kanarí þar sem hann býr nú og hefur íhugað að eitra fyrir þeim.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Andrés við fótskör Davíðs

ORÐRÓMUR Ráðning Andrésar Magnússonar, fjölmiðlarýnis Viðskipablaðsins, í starf fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins vekur nokkra athygli, aðallega í fjölmiðlaheiminum.Ýmsar...