Mánudagur 26. september, 2022
3.8 C
Reykjavik

Víðir hefur náð sér af COVID – Hugur hans nú fyrir austan: „Við munum öll standa með Seyðfirðingum“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sneri aftur til vinnu í dag eftir erfið COVID-veikindi. Margir hafa haft áhyggjur af honum vegna veikindana. Hugur hans var þó alfarið með Austfirðingum á upplýsingafundinum í dag. Þar sagði Víðir:

„Síðustu daga hefur hugur okkar náttúrulega verið hjá Austfirðingum, og þá sérstaklega Seyðfirðingum, vegna náttúruhamfaranna. Það er í raun ótrúleg mildi og heppni að enginn hafi látist eða slasast alvarlega, en það er ljóst að sárin á sálinni munu taka tíma að gróa.“

Hann segir ljóst að hamfarirnar munu draga dilk á eftir sér. „„Það hefur orðið mikið tjón á eignum og innviðum. Á þessari stundu eru alls ekki öll kurl komin til grafar, en það mun taka vikur og mánuði. Eftir stendur að öryggistilfinning Seyðfirðinga hefur minnkað, og hjá mörgum er öryggisleysið algjört,“ sagði Víðir.

Í viðtali við RÚV segist Víðir glíma við nokkur eftirköst. „Ég hef það bara ágætt. Það er dagamunur á mér og er að reyna að hafa smá hemil á sjálfum mér. Hugurinn er lengra kominn en líkaminn. Já, ég held að það sé alveg hægt að segja að ég er nánast alveg þreklaus. Ef ég labba upp stiga þarf ég að standa smá stund þegar ég kem upp og ná andanum. Ég er ennþá ekki með neitt lyktarskyn og ég fæ verulega slæm hóstaköst ennþá,“ segir Víðir

Á fundinum áðan sagði Víðir nokkuð sem þjóðin getur líklega öll tekið undir með. „Við munum öll standa með Seyðfirðingum og fara í gegnum þetta saman. Seyðisfjörður verður aftur öruggur og góður staður til að búa á.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -