Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Víðir til hjálpar Seyðfirðingum-„Ég er kvíðin fyrir því sem morgundagurinn ber í skauti sér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óvissa er um framhaldið á Seyðisfirði eftir að stór hluti bæjarins var rýmdur eftir að skriður höfðu lagt hluta bæjarins í rúst. Bærin hefur að mestu verið rýmdur og er fjöldi bæjarbúa kominn í skjól á Eskifirði. Gríðarlegar rigningar undanfarið hafa valdið skriðuföllunum sem hafa í för með sér gríðarlegt tjón á mannvirkjum
Vonir standa til að ástandið fari batnandi með því að kólni í veðri og stytti upp. Sérfræðingar Veðurstofunnar funduðu í morgun um stöðu mála, samkvæmt fréttastofu RÚV. Helsta áhyggjuefnið er að  að mikið vatnsmagn hefur safnast upp í 150 til 250 metra hæð ofan bæinn við bæinn komi niður. Veðurstofan fer yfir mælingar sem þeir hafa fengið úr mælitækjum sínum. Neyðarstig verður gildi til klukkan 11 þegar birt hefur og staðan verður endurmetin.
Víðir Reynisson aðstoðaryfirlögregluþjónn er risinn upp af sjúkrabeði sínum og er til aðstoðar Seyðfirðingum í þessum miklu náttúruhamförrum. Ekki hafði verið gert ráð fyrir að hann kæmi aftur til starfa fyrr en í janúar en hann fékk lugnabólgu í kjölfar Covid 19 sýkingar.

Elva Hlín, íbúi á Seyðisfirði, lýsti því á Facebook hvernig var að þurfa að flýja úr bænum sínum. Hún segir að það verði að koma í ljós hvernig bærinn og samfélagið eigi eftir að takast á við og þróast eftir þessa hræðilegu atburði.
„Þá var skrýtið að keyra yfir Fjarðarheiðina til Héraðs í langri bílalest, þar sem heilu bæjarfélagi var gert að fara í meira öryggi. Aldrei átti ég von á því að upplifa það.Enn og aftur langar mig að þakka viðbragðsaðilum og öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóginn …,“ skrifar hún. Hún kvíðir því sem eigi eftir að koma í ljós.
„Ég er kvíðin fyrir því sem morgundagurinn ber í skauti sér og þeirri eyðileggingu sem mun blasa við okkur þá, og það gífurlega verk sem er framundan. Ef einhvern tímann hefur verið þörf á æðruleysi og taka einn dag í einu, þá er það núna. Það skýrist í dag hvort uppstyttan verður til þess að Seyðfirðingar fái að snúa aftur heim í dag og hreinsunarstarf og viðgerðir geti hafist,“ skrifar Elva Hlín .

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -