Föstudagur 20. maí, 2022
12.8 C
Reykjavik

Viðræður Icelandair og flugfreyja standa ennþá yfir

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Viðræður við FFÍ standa enn yfir hjá Ríkissáttasemjara og niðurstaða liggur ekki fyrir ennþá,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, um yfirstandandi samningalotu flugfélagsins við Flugfreyjufélags Íslands, FFÍ.

Í gær fór fram sextán klukkustunda samningafundur milli samningsaðila en þeim fundi lauk rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Nefndirnar komu síðan aftur saman í hádeginu í dag og hefur Aðalsteinn Leifsson ríkissáttarsemjari staðfest að ágreiningsmálum milli aðila hafi fækkað þó viðræðurnar séu enn þungar.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair
Næstkomandi mánudag stefnir Icelandair að hefja hlutfjárútboð til bjargar félaginu og hefur Bogi Nils Bogason forstjóri ítrekað sagt að þá þurfi að liggja fyrir samningur við bæði lánadrottna félagsins sem og flugfreyjur.
Hvorki Aðalsteinn ríkissáttasemjari né Ásdís Ýr upplýsingafulltrúi hafa viljað staðfesta að samningar séu nálægt því að vera í höfn. Þrátt fyrir tilraunir þess efnis náðist ekki á Guðlaugu Líney Jóhannsdóttur, sitjandi formann FFÍ, við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -