Sunnudagur 3. nóvember, 2024
9.8 C
Reykjavik

Viðskiptaráð hjólar í kennarastéttina: Fáir nemendur, lítil kennsluskylda og mikil veikindi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kennarastéttin er í miklum vanda ef marka má nýja úttekt Viðskiptaráðs. Þar segir að íslenska grunn­skóla­kerfið sé dýrt í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Þá er kennslu­skylda lít­il og fjöldi nem­enda á hvern kenn­ara er einn sá lægsti þekk­ist. Veik­indahlut­fall kenn­ara er sagt vera almennt mun hærra en hjá einka­geir­an­um og hinu op­in­bera.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Reykjavíkur

Óljóst er hvaða vísindi standa að baki úttekt Viðskiparráðs sem Morgunblaðið endurómar í dag. Boðskapurinn er aftur á móti sá að Einar Þorsteinsson borgarstjóri hafi haft rétt fyrir sér þegar hann sagði á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga að kennarastéttin glímdi við meiri veikindi en aðrar stéttir og hefðu fá nemendur á sínum snærum. Einar sagði að „kennarar kenndu mun minna og væru veikari en áður“.

Viðskiptaráð birtir niðurstöður sína á heimasíðu ráðsins. Þar eru eftirfarandi niðurstöður reifaðar:

Fjölgun kennara: Bæði kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla hefur fjölgað hraðar en nemendum. Aukningin nemur 46% hjá kennurum og 70% hjá öllu starfsfólki á meðan nemendum hefur fjölgað um 12%.

Kennsluskylda: Hvergi á Norðurlöndum verja grunnskólakennarar jafn litlum tíma með nemendum og á Íslandi. Kennsluskylda er 19% undir meðaltali OECD.

Veikindi: Veikindahlutfall í grunnskólum Reykjavíkurborgar er ríflega tvöfalt hærra en á almennum vinnumarkaði, eða 7,4% samanborið við 3,1%.

- Auglýsing -

Fjöldi kennara: Hvergi á Norðurlöndum eru jafn fáir nemendur á hvern grunnskólakennara. Fjöldinn er 9,9 hérlendis samanborið við 14 í OECD.

Kostnaður: Íslenskt grunnskólakerfi er það þriðja dýrasta innan OECD. Kostnaður á hvern grunnskólanema er 41% yfir meðaltali OECD, leiðrétt fyrir kaupmætti.

Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskipðtaráðs.

Kennarar, sem hafa boðað til verkfalla, brugðust ókvæða við orðum borgarstjórans og fjölmenntu í Ráðhúsið til að mótmæla. Þetta varð til þess að borgarstjórinn baðst afsökunar á einkunn sinni um framlag og veikindi kennara. Viðskiptaráð fullyrðir nú að borgarstjórinn hafi rétt fyrir sér og kennarar vinni lítið í alþjóðlegum samanburði og séu gjarnan veikir.

- Auglýsing -

Björn Brynj­úlf­ur Björns­son fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs, segir í Morgunblaðinu að töl­urn­ar styðji við um­mæli sem Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri lét falla.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -