• Orðrómur

Vigdís er á sóttkvíarhótelinu og segir algjört væl að kvarta: „Þetta er lúxus“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Rapparinn Vigdís Howser Harðardóttir er nú í vist á sóttkvíarhótelinu alræmda sem mikið var rifist um. Hún er þar tilneydd og líklega ekki meðal margra Íslendinga þar sem dvölin var klæðskerasaumuð til að ná fyrst og fremst yfir Pólverja. Hún kvartar þó ekki á Facebook og segir þetta bara lúxus.

„Íslendingar mega vera svo ànægðir með sig hvernig þetta sóttkvíarhotel er. Fer svo vel um mig plús þetta er frítt og þrjàr fríar máltíðir á dag. Þýskaland hefur verið í hakki og lockdown síðan í oktober. Það eru engar lausnir eins og þessar til staðar,“ segir Vigdís.

Hún furðar sig á því að fólk hafi lagt orku í berjast gegn þessu. „Hef heyrt að Íslendingar seu að kvarta yfir þessu. Afhverju?? Þetta er ekki ideal að mega ekki fara útúr húsi en þetta er eina leiðin til þess að útiloka að smit komist inn. Þetta er lúxus.“

- Auglýsing -

Hún segir svo matinn merkilega góðan og birtir myndirnar hér fyrir neðan. „Kvartið frekar yfir aðstæðum hælisleitanda á Íslandi sem eru lokaðir inní litlum skúrum. Setjið hjartað ykkar og orku í annan màlstað heldur en þetta. Gat meira að segja valið vegan máltíðarpakkann og þetta er mega góður og hollur matur.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -