Laugardagur 22. janúar, 2022
0.8 C
Reykjavik

Vigdís lögmaður formaður starfshóps vegna Hjalteyrar-málsins

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Vigdís Häsler Sveinsdóttir lögfræðingur fer með forystu í ný stofnuðum starfshópi vegna heimilisins á Hjalteyri en þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins í dag.

Þá séu aðrir sem sitja í hópnum Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson, lögmaður og Halldór Þormar Halldórsson, umsjónamaður sanngirnisbóta og
Ingibjörg Gyða Guðrúnardóttir, tengiliður sanngirnisbóta.

Jón Gunnarsson innanríkisráðherra skipaði starfshópinn sem hefur þegar tekið til starfa en honum ætlað að afla mikilvægra gagna og upplýsinga um starfsemina á Hjalteyri.

„Verk­efni hins ný­stofnaða starfs­hóps munu ná til þess að lýsa til­drög­um að starf­semi heim­il­is­ins, lýsa því hvernig op­in­beru eft­ir­liti var háttað og skila til­lög­um til stjórn­valda um frek­ari viðbrögð og af­mörk­un verk­efn­is­ins,“er meðal þess sem segir í tilynningunni.
Auk þess kemur fram að löggjöfin um starfsemi vistheimilanefndar hafi verið felld úr gildi. Ástæða þess var að ekki þótti þörf á frekari könnunum sem lauk með uppgjöri sanngirnisbóta.

„Hóp­ur­inn á að lok­um að lýsa þeim laga­hindr­un­um sem eru fyr­ir frek­ari rann­sókn máls­ins og eft­ir at­vik­um að leggja fram til­lögu að því hvort niður­stöður starfs­hóps­ins kalli á laga­breyt­ing­ar. Miðað er við að starfs­hóp­ur­inn taki meðal ann­ars til nán­ari skoðunar rann­sókn­ir og skýrsl­ur vistheim­ilda­nefnd­ar“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -