Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Vigdís segir íslenskar fjölskyldur skulda margar milljónir vegna COVID-aðgerða yfirvalda

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að COVID-19 aðgerðir íslenskra stjórnvalda muni kosta íslenskra fjölskyldur háar upphæðir. Segir Vidís borgina hafa veitt misvísandi uppýsingar þegar hún vildi fá að vita hvað aðgerðirnar kæmu til með að kosta fjögurra manna fjölskyldu í Reykjavík.

„Hver fjögurra manna fjölskylda í Reykjavík skuldar tæpar 10,4 milljónir fyrir Covid aðgerðir borgarinnar. Hver fjögurra manna fjölskylda í landinu kemur til með að skulda 5,35 milljónir eftir Covid aðgerðir ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, í færslu á Facebook.

Vigdís deilir með færslunni pistli eftir hana á vef Miðflokksins, sem birtist reyndar upphaflega í Árbæjar-Grafarvogs og Grafarholtsblaðinu, þar sem borgarfulltrúinn færir rök fyrir máli sínu. „Nýlega upplýsti fjármálaráðherra að halli ríkissjóðs gæti numið 500 milljörðum þegar allar aðgerðir vegna Covid-19 væru komnar fram,“ bendir Vigdís á í pistlinum. „Hann setti málið í samhengi og sagði að þessi uppsafnaði halli ríkisins samsvarað því að hver fjögurra manna fjölskylda í landinu skuldaði 5,35 milljónir og þótti mér nóg um.“

„Í skriflegu svari sem mér barst voru ekki allar skuldir taldar fram – líklega til að gera hlut borgarinnar fegurri en hann er og tilgangurinn helgar meðalið.“

Segir Vigdís að þessar upplýsingar hafi vakið athygli hennar og hún hafi því ákveðið að spyrja hvert hlutfallið væri hjá hinni yfirskuldsettu Reykjavíkurborg. „Í skriflegu svari sem mér barst voru ekki allar skuldir taldar fram – líklega til að gera hlut borgarinnar fegurri en hann er og tilgangurinn helgar meðalið.“ Segist hún líta það alvarlegum augum ef kjörnir fulltrúar fá rangar upplýsingar í hendur í lögbundnu eftirliti í störfum sínum.

Því næst fer hún yfir stöðu fjármála borgarinnar og kemst að þeirri niðurstöðu að séu skuldir samstæðunnar allrar reiknaðar niður á hverja fjögurra manna fjölskyldu í borginni séu það tæpar 10,4 milljónir. Þessar staðreyndir séu skuggalegar í samanburði við skuldastöðu ríkisins. Á grunni þessara upplýsinga megi í raun segja að borgin sé orðin ógjaldfær.

„Hvergi sjást merki um sparnað eða ráðdeild í rekstri borgarinnar heldur eru gæluverkefni keyrð áfram af fullum þunga á meðan lögbundin þjónusta og grunnþjónusta eru látnar sitja á hakanum.“ Nú 18 árum síðar sjáist hvað stjórnsýsla Reykjavíkur hefur þanist út og kostnaður upp á 700 milljónir, bara í húsnæðiskostnað sendur til Reykvíkinga.

- Auglýsing -

Segist Vigdís hafa lagt inn fyrirspurn um hvaða leigutekjur Reykjavíkurborg fær af húsnæði sínu árið 2019 sundurgreint eftir fasteignum til að átta sig á mismuninum þegar borgin er leigutaki annar vegar og leigutaki hins vegar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -