Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Viktoría hætti í handboltanum eftir slys og hannar nú kjóla úr skóreimum og kaffipokum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Viktoría Valdimarsdóttir útskriftarnemi frá einum virtasta hönnunarskóla heims, hannaði gullfallegan kjól úr meðal annars endurunnum skóreimum og kaffipokum. Kjólinn var valinn til þess að prýða  útskriftarsýningu skólans.

Viktoría Valdimarsdóttir er nemi í fatahönnun í FIT, Fashion Institution of Technology og er að útskrifast núna í maí. FIT er einn af bestu hönnunarskólum í heiminum og því valdi Viktoría hann. Hún var búsett á Manhattan í New York en kom heim til Íslands þegar Covid- 19 skall á. Viktoría stefnir á að flytja aftur út til New York í sumar og vinna þar.

Kjólinn hennar Viktoríu er magnaður                                      Mynd í einkaeigu

Slys olli umskiptum

Viktoría þurfti að taka snarpa beygju í lífinu eftir að hún slasaðist mjög illa í handbolta. Viktoría meiddist það illa að henni var tjáð það að hún gæti aldrei spilað handbolta aftur. Fram að því hafði líf hennar snúist algerlega um íþróttina. Viktoría var í öllum yngri landsliðum og spilaði með meistaraflokki Hauka og var í því liði alla sína handboltatíð. Hún ákvað að láta reyna á að læra fatahönnun enda hefur það alla tíð verið draumur hennar að vera hönnuður. Áður en Viktoría hóf nám í fatahönnun kláraði hún hagfræði í Háskóla Íslands. Að því loknu skellti hún sér til Hollands í meistaranám í ráðgjafar og frumkvöðlafræði. Hún skrifaði mastersritgerð sína um umhverfisáhrif innan tískubransans og hvað fyrirtæki eru að gera til þess að draga úr þeim. Hér er á ferðinni metnaðarfull, hæfileikarík baráttukona svo mikið er víst. Viktoría er 27 ára en á afmæli 5. maí og verður þá 28 ára. Mannlíf óskar henni innilega til hamingju með daginn.

 

Viktoría Valdimarsdóttir     Mynd í einkaeigu

 Saga þessa magnaða kjóls 

- Auglýsing -

Viktoría hefur mikinn áhuga á sjálfbærni innan tískubransans. Þegar kom að því að verkefni í skólanum var með þema er snéri að endurvinnslu varð hún auðvitað mjög spennt að taka þátt í því. Verkefnið snérist um að endurvinna og endurnýta í drapperingu. Tækifæri var til staðar fyrir þá nemendur sem áttu  útskrifast að fá að taka þátt í útskriftarsýningunni sem skólinn heldur í lok hvers skólaárs. Kjóll Viktoríu var valinn af nefnd skólans til þess að vera á áðurnefndri sýningu og er það gríðarlegur heiður fyrir þá sem eru valdir á þessar sýningar. Vegna Covid-19 verður sýningin rafræn og verður aðgengileg á heimasíðu skólans þann 10.maí. Hlekkur hér.

Viktoría segir að innblástur að hönnunarkjólnum komi frá efnum sem voru aðgengileg í kringum hana. Litir, listir og fólk frá Rococo tímabili 18. aldar voru líka innblástur hennar að verkinu.  Hún tók gamlar skóreimar, fermingarskraut, borðdúk og endurnýtti kaffiumbúðir til þess að gera kjólinn.  Hún málaði skóreimarnar og kaffiumbúðirnar til þess að búa til mynstur á hann.

Kjólinn er endurunnin úr borðdúk, fermingarskrauti, skóreimum og kaffiumbúðum         Mynd í einkaeigu

 

- Auglýsing -
Ekki er kjólinn síðri að aftan     Mynd í einkaeigu

 

Viktoría á framtíðina fyrir sér í hönnun   Mynd í einkaeigu

Hannar og saumar sloppa og barnafatnað

Viktoría hannaði og saumaði mikið á sig áður en hún hóf nám í fatahönnun. Með námi sínu hefur hún verið að hanna, sauma og selja fatnað, til dæmis barnafatnað og sloppa. Hún segir að vel hafi gengið hjá sér að sauma sloppana og að hver og einn sloppur sé einstakur, sérsaumaður fyrir viðskiptavininn. Hægt er að skoða verk hennar, senda fyrirspurnir og panta á Instagraminu hennar sem er: valdimarsdottirv.

Gullfalleg stúlka í fallegum fötum frá Viktoríu   Mynd í einkaeigu

 

Viktoría hannar og saumar barnafatnað Mynd í einkaeigu

 

Sloppur eftir Viktoríu   Mynd í einkaeigu

 

Slopparnir eru sérsaumaðir                       Mynd í einkaeigu

 

 

 

 

#

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -