Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

Vikuleg mistök í heilbrigðiskerfinu sem geta valdið dauða – Örkumlaðist við fæðingu 24 marka barns

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Samkvæmt ársskýrslu Embættis landlæknis verður tíundi hver sjúklingur fyrir vanrækslu, óhappi eða mistökum í heilbrigðiskerfinu. Flest atvikanna fokkast ekki alvarleg en að meðaltali kemur upp minnst eitt atvik í hverri viku, sem ýmist veldur eða hefði getað valdið dauða eða varanlegri örkumlun. Kveikur fjallaði um mál Bergþóru Birnudóttur, hjúkrunarfræðings á bráðasviði geðdeildar en örkumlaðist hún við fæðingu dóttur sinnar sem var eitt stærsta barn sem fæðst hefur á Íslandi. Bergþóra hyggst nú stefna ríkinu vegna meintra læknamistaka.

„Þegar ég er gengin 28 vikur þá er ég orðin það slæm að ég átti orðið bara erfitt með allar hreyfingar. Þarna bara finn ég að líkaminn, það er bara eitthvað, það er eitthvað að gerast,“ sagði Bergþóra en fékk hún fljótt á tilfinninguna að læknar hlustuðu ekki á hana þegar hún talaði um ástand sitt. Þegar hún var gengin 38 vikur byrjaði að blæða og fékk hún hríðar sem duttu síðan niður. Bað hún um að athuga hvað væri hægt að gera því hún gæti ekki meira. Stuttu síðar var haft samband þar sem henni var tilkynnt að hún gæti tekið verkjalyf.
Dóttir Bergþóru fæddist þegar hún var gengin rúmar 40 vikur og var hún 24 merkur. Handbragð sem kallast, manual fundal pressure, var notað við fæðingu barnsins en var það hvergi skráð í fæðingarskýrslu Bergþóru. Alþjóðaheilbrigðisstofnun mælir gegn beitingu handbragðsins þar sem það getur valdið bæði móður og barni skaða en er barninu í raun ýtt út með líkamsþunga ljósmóður eða læknis með því að leggjast að hluta ofan á konuna.

Bergþóra hlaut mikla áverka í fæðingunni og vaknaði grunur um ofvaxtarheilkenni hjá stúlkunni. Síðar kom í ljós að skaðinn hafði verið svo mikill að fjarlægja þurfti neðsta hluta ristilsins en er Bergþóra með stóma í dag. Lífbein hennar fór í sundur við fæðinguna og fylgdu því gríðarlegar kvalir. Þegar Bergþóra fór að undirbúa stefnuna kvaðst enginn þeirra sem var viðstaddur fæðinguna muna eftir því hvaða aðferðum hafði verið beitt. Þrátt fyrir óvenjulega stærð barnsins.
,,Ég í einlægni vil að það sé hægt að læra eitthvað af þessari fæðingu. Og þess vegna vil ég segja mína sögu,“ sagði Bergþóra en viðtalið má lesa í heild hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -