Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Vilborg er með lykilinn að því hvernig þú sparar fullt af peningum í hverjum mánuði

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur er með svarið við því hvernig heimilin geta sparað fullt af peningum í hverjum mánuði. Lykill er að búa til mánaðarmatseðilinn og með því strokar þú líka út eilífðarvandamálið með hvað þú eigir að hafa í matinn í kvöld.

Vilborg kynnir svar sitt inn í hópi áhugafólks um sparnað, Sparnaðatips!, á Facebook. Færsla hennar svohljóðandi:

„Mánaðarmatseðill hefur sparað fullt af peningum og tíma, losar mann við eilífðarspurninguna ,,hvað á að vera í matinn í kvöld?“ og tryggir fjölbreytni því enginn réttur er tvisvar, og fiskur/kjöt/grænmeti/súpur á víxl, fljótlegt að búa til innkaupalistann og minni tími í búðinni. Merkingar vísa í hvar uppskriftir er að finna. Ekki heilagt plagg og réttum oft víxlað eða hent út, bara „skylda“ að elda einn glænýjan rétt í hverjum mánuði,“ segir Vilborg.

Hér er dæmi um mánaðarmatseðil Vilborgar.

Fjölmargir lýsa yfir ánægju sinni með ráð Vilborgar. Ágúst er ein þeirra. ,,Já, tekur dálítinn tíma að græja en ÞVÍLÍKUR tima- og peningasparnaður,“ segir Ágústa. Og ingileif er líka hrifin. ,,Snillingur!,“ segir Ingileif.

Ásta hrósar líka Vilborgu fyrir hugmyndina. ,,Þetta er frabært skipulag,“ segir Ásta. Í kjölfarið bætir Vilborg við molum í umræðuna. ,,Ég hef skjal yfir alla rétti sem ég kann í öðru excel skjali og bæti við af og til, svo er bara að flytja þá á milli í mánaðarlega matseðilinn. Þá tekur þetta minni tími eftir því sem árin trítla áfram. Á vinkonu sem hefur bara þrjá svona matseðla á víxl, einfaldara,“ segir Vilborg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -