• Orðrómur

Vilborgu verulega brugðið vegna þjófagengis í miðborginni – „Vá hvað þetta er klikkað ástand!“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Íbúar miðborgarinnar virðast óttaslegnir vegna þjófagengis sem býr við Freyjugötuna. Fullyrt er að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu viti af genginu en ekkert sér aðhafst.

Það er Vilborg nokkur sem gerir málið að umtalsefni í færslu inni í hópi hverfisbúa á Facebook. Þar segir hún frá atviki sem hún lenti í við Freyjugötuna í gær:

„Sæl öll. Fyrir um 20 mín síðan var maðurinn minn að pakka töskum í bílinn á Freyjugötu, skreppur inn og þá er ferðatösku stolið úr bílnum. Taskan er svört Samsonite cabin taska ef einhver hefur orðið var við eitthvað eða séð töskuna í garði í nágrenninu td. Bestu þakkir.“

- Auglýsing -

Þórarni, íbúa í miðborginni, líst ekkert á blikuna. „Vá hvað þetta er klikkað ástand!,“ segir Þórarinn. Svava nokkur er á sömu skoðun. „Þetta er farið að verða frekar þreytandi með þetta þjófagengi þarna, hver leigir þeim eiginlega?,“ spyr Svava.

Bjartmar Leósson, betur þekktur sem hjólahvíslarinnar, er einn fjölmargra sem tjáir sig undir færsluna. Hann segir þetta þekkt vandamál í götunni. „Mikið þjófabæli. Fáðu lögguna á staðinn. Nett klikkað fólk þarna,“ segir Bjartmar.

Helga vill meina að löggan viti af þessu en geri ekkert. „Þvílík rugl! Lögreglan veit nákvæmlega hvaða lið þetta er og hvernig ástandið er þarna, ætti að geta rennt við – og ætti að gera oftar, alltaf hrúga af hjólum þarna í bakgarðinum,“ segir Helga.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -