Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Vildi Kraftwerk:„Við erum að reyna að höfða til fjöldans! Þetta eru ekki bara þú og 11 vinir þínir“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Útvarpssnillingurinn öri og káti, Ómar Úlfur á X-inu er að „smíða útvarpsþátt um Kraftwerk. Á fimmtudagskvöldið hlustum við saman á Die Mensch Machine, sjöundu hljóðverksplötu Kraftwerk frá Düsseldorf. Gullbylgjan. 21:00. Fimmtudagskvöld. 18. maí. 2023.“

Undir færslu Ómars skrifar enginn annar en Ham-verjinn og Fóstbróðirinn (á meðal nokkurra titla sem hægt er að klína á manninn) Sigurjón Kjartansson, sem er nota bene mikill aðdáandi Kraftwerk.

Sigurjón segir:

„Einu sinni ætlaði ég að hafa svona Kraftwerk horn, fyrsta sumarið okkar Tvíhöfða á Aðalstöðinni. Það var snögglega blásið af þegar dagskrárstjórinn kom askvaðandi inn og stöðvaði útsendinguna með þessum orðum: „Við erum að reyna að höfða til fjöldans hérna! Þetta eru ekki bara þú og ellefu vinir þínir!“

- Auglýsing -

Þessi orð eru mér alltaf í fersku minni.“

Ómar úlfur var ekki lengi að bregðast við orðum Sigurjóns.

Ómar úlfur er einfaldlega orkubúnt og frábær útvarpsmaður.

„Inn með Kraftwerk hornið. Kv. Dagskrárstjórinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -