Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Vilhjálmur Árnason þingmaður starfaði í lögreglunni í áratug: Telur ekki óeðlilegt að Haraldur víki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þegar togstreitan hefur verið að byggjast upp í svona langan tíma að þá þætti mér það ekki óeðlilegt,“

segir Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks, aðspurður um hvort eðlilegt sé að Haraldur Jóhannesson ríkislögreglustjóri víki úr embætti vegna stöðunnar sem upp er komin.

Vilhjálmur var í samtali við Bítið í morgun, en hann starfaði sem lögreglumaður árin 2004 til 2013.

Haraldur hefur gegnt stöðu sinni í 22 ár og telur Vilhjálmur að eðlilegt væri að skipunartími ríkislögreglustjóra væri takmarkaður, eins og á við um marga aðra háttsetta embættismenn ríkisins. Ríkislögreglustjóri er skipaður til fimm ára í senn og segir Vilhjálmur að sér þyki tvö tímabil hæfileg, eða tíu ár í það heila.

Segir Vilhjálmur lögreglumenn séu seinþreyttir til vandræða og að óánægjan og togstreitan um Harald og hans störf sé eitthvað sem er ekki að gerast núna, heldur mál sem hafa grasserað lengi og séu að koma upp á yfirborðið núna. Ónægja með fyrirkomulag búninga- og bílamála hefur verið mikið í umræðunni og í fjölmiðlum, en Vilhjálmur nefnir fleira.

„„Það eru tölvumálin, það er hversu víðtæk aðstoð sérsveitarinnar er við önnur embætti heldur en hér á höfuðborgarsvæðinu og annað slíkt.“

„Þegar þetta er búið að magnast upp í svona langan tíma þá held ég að það sé erfitt að byggja upp það traust sem þarf að ríkja innan lögreglunnar með sömu áhöfn og er núna.“

- Auglýsing -

Hlusta á viðtalið í heild sinni hér, en umræðan um ríkislögreglustjóra hefst á mínútu 7.20.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -