Föstudagur 23. september, 2022
6.8 C
Reykjavik

Vilhjálmur Bjarnason staðfestir aðkomu Róberts Wessman að málsókn á hendur Björgólfi Thor

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Vihjálmur Bjarnason, fyrrum þingmaður, staðfesti í samtali við Mannlíf fyrir helgi að Róbert Wessman hafi verið fjárhagslegur bakhjarl málsóknar á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni, á meðan Ólafur Kristinsson lögmaður neitar allri aðkomu Róberts. Ólafur er upphafsmaður málsins sem hann vakti fyrst athygli á með aðsendri grein í september 2010 í Viðskiptablaðinu. Ólafur sagði í samtali við Mannlíf í gær að honum hafi „blöskrað“ án þess að skýra það frekar og hann hafi því ákveðið að ráðast sjálfur í málið í upphafi.

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður.

Vilhjálmur segist hins vegar hafa vitað að aðkomu Róberts að málinu alveg frá upphafi og það hafi valdið „straumhvörfum“. Vísaði hann meðal annars til þess þegar Árni Harðarson, starfsmaður Róberts til fjölda ára, hóf umfangsmikil kaup á verðlausum hlutabréfum gamla Landsbankans fyrir tugi milljóna króna til þess að eignast kröfur í fyrirhugaðri málsókn. Vilhjálmur segist hafa lagt til tæplega eina milljón króna vegna málsins. Eins og áður hefur komið fram í umfjöllun Mannlífs, var Róbert Wessman aldrei hluthafi í Landsbankanum fyrir hrun og varð því ekki fyrir neinu tjóni við fall hans en ákvað engu að síður að fjármagna umræddan málarekstur í um 10 ára skeið.

Sjá meira hér: Róbert Wessmann fjármagnaði rúmlega 100 milljón króna málsókn gegn Björgólfi Thor. 

Mannlíf hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Róbert hafi undanfarin 10 ár staðið á bakvið málaferlin og fjármagnað að langmestu leiti kostnað, sem talin er nema á annað hundrað milljónir króna. Áreiðanlegar heimildir Mannlífs staðfesta einnig að Ólafur hafi unnið ýmis verkefni undanfarin ár fyrir Róbert og tengda aðila og hafi frá upphafi komið að málinu fyrir tilstuðlan Róberts og Árna Harðarsonar, astoðarforstjóra Alvogen.

Ólafur Kristinsson lögmaður.

Ólafur heldur sig fast við þá frásögn að hafa eingöngu séð myndir af Róbert í blöðum. Hann hafi sjálfur greitt kostnað vegna málsóknar og neitar allri aðkomu Róberts. Þegar Mannlíf óskaði eftir því að Ólafur legði fram einhver gögn sem sýndu að hann hefði greitt lögmannstofunni Landslög einhverja fjármuni fyrir vinnu undanfarin 10 ár, sagðist Ólafur ekki getað orðið við því. Aðspurður hvort hann geti sýnt fram á einhverjar kvittanir eða staðfestingar á því að hann hafi greitt eða tekið þátt í að greiða kostnað við umfangsmikla auglýsingaherferð í upphafi málsins, kostnað við kynningarfundi eða annað sem málinu tengist, segist Ólfur ætla að reyna að finna gögnin.

„Ég stend fast við mína sögu. Ég skal reyna að leita að reikningum en þetta er náttúrlega orðið 10 ára gamalt. Ég þarf bara að finna það. Ég er með einhverja reikninga en þar sem þetta er svona gamalt er eitthvað komið í gagnaeyðslu,“ segir Ólafur.

- Auglýsing -

Hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor var vísað frá dómi í Hæstarétti árið 2016 en síðan þá hafa félög í eigu Kristjáns Loftssonar freistað þess að sýna fram á skaðabótaskyldu Björgólfs. Í umræddri málsókn vill Kristján meina að Samson eignarhaldsfélag hafi í raun farið með meirihluta á hluthafafundum Landsbankans. Þar af leiðandi hafi Björgófi Thor verið skylt að gera hluthöfum yfirtökutilboð og um það snúast málaferlin í dag og er þeim ólokið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -