Þriðjudagur 4. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Vilhjálmur minnist Páls: „Takk kæri Palli fyrir allt og allt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Páll Ragn­ars­son, tann­lækn­ir á Sauðár­króki og fv. formaður Ung­menna­fé­lags­ins Tinda­stóls, lést á Land­spít­al­an­um 29. janú­ar sl. eft­ir skamm­vinn veik­indi, 74 ára að aldri. Greint er frá andláti Páls á vef Morgunblaðsins Páll var einnig þekktur fyrir stórleik í vörn Vals gegn Benfice. Nánar er fjallað um þá einstöku frammistöðu og þá er einnig birtar svipmyndir úr leiknum.

Fjölmargir minnast þessa merka manns. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir:

„Það voru sorgar fregnir að fá að Palli tannlæknir væri fallinn frá allt of snemma. Leiðir okkar Palla lágu snemma saman og gerðu fram á síðasta dag. Ég leit alltaf upp til Palla. Ég var svo stoltur að tannlæknirinn minn var líka í Sjálfstæðisflokknum þegar ég mætti ungur í Sæborg að fylgjast með starfinu þar. Takk kæri Palli fyrir allt og allt.“

Páll æfði ýms­ar íþrótt­ir með Tinda­stóli á yngri árum, einkum knatt­spyrnu, og lék síðan með meist­ara­flokki Vals árin 1966 til 1974. Sá leikur sem stóð uppúr var leik­ur Vals gegn portú­galska liðinu Benfica í Evr­ópu­keppni meist­araliða á Laug­ar­dals­velli 1968. Aðalstjarna Benfica var Portúgal­inn Eusébio, oft kallaður Svarti par­dus­inn. Páll lék í vörninni og hélt Eusébio niðri. Hann fékk í kjölfarið viðurnefið Eusébio-ban­inn. Portúgalska stjarnan sagði eftir leik:

„Hann lék drengi­lega og sleppti mér aldrei úr aug­sýn. Hann á heiður skilið fyr­ir að hafa gætt mín svo vel með þess­um hætti.“

Í upp­rifj­un um leik­inn í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins í janú­ar 2014 sagði Páll meðal ann­ars:

„Það tala all­ir um hversu leiðin­legt það sé að láta ein­hvern elta sig en það tal­ar eng­inn um hvað það sé leiðin­legt að elta einn mann. Ég gerði það. Mitt hlut­verk var ein­falt;
að láta hann ekki kom­ast í bolt­ann – alla­vega reyna það.“

- Auglýsing -

Páll flutti heim til Sauðárkróks og kláraði knattspyrnuferil sinn þar og varð síðar formaður frá 1975 til 2006. Páll hlaut ýmsar viðurkenningar á ferli sínum, gull­merki ÍSÍ árið 1982 og gull­merki UMFÍ 2007, fyr­ir störf sín í þágu Tinda­stóls og var einnig heiðursfélagi. Hann var einnig sæmdur silfur- og gullmerki KSÍ.

Páll var virk­ur í starfi Sjálf­stæðis­flokks­ins á Sauðár­króki og átti m.a. sæti á lista í bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um og í ýms­um nefnd­um fyr­ir flokk­inn.

- Auglýsing -

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Páls er Mar­grét Stein­gríms­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur og eignuðust þau þrjú börn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -