Þriðjudagur 16. apríl, 2024
-1.9 C
Reykjavik

Vilja hækka samræðisaldur: „Nauðsynlegt að veita börnum vernd gegn kynferðislegu ofbeldi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Píratar hafa nú lagt fram frumvarp á Alþingi sem miðar að því að hækka samræðisaldur úr 15 ára í 18 ára.

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir í samtali við RÚV að þetta sé mikilvægt skref til að verja börn gegn kynferðisofbeldi; að margar glufur séu í löggjöfinni sem gerendur nýti til að sleppa við refsingu:

„Ég held að það sé nauðsynlegt að veita öllum börnum vernd gegn kynferðislegu ofbeldi og við lítum svo á að börn séu fólk undir 18 ára og þá ætti löggjöfin okkar varðandi kynferðisofbeldi að taka tillit til þess líka.“

Að mati Steinunnar hefur tilkoma samfélagsmiðla gert það að verkum að nú hafi ókunnugt fólk greiðara aðgengi að börnum og unglingum:

„Fólk sem leitar til Stígamóta er í 70 prósent tilvika beitt kynferðisofbeldi í fyrsta skipti fyrir 18 ára aldur. Þannig kynferðisbrot gegn börnum og unglingum er sérstakt vandamál. Eins og þetta er núna þá geta mun eldri einstaklingar nýtt sér þessa löggjöf til að níðast á börnum sem hafa ekki náð 18 ára aldri.“

Það var árið 2007 þegar samræðisaldur var hækkaður úr 14 árum í 15.

- Auglýsing -

Þingmaður Pírata, Gísli Rafn Ólafsson, er flutningsmaður frumvarpsins, og hann var gestur Morgunútvarps Rásar 2 í morgun:

Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata.

„Þegar það var verið að ræða þetta árið 2007 þá var mikið rætt um það í hvaða aldur ætti að hækka. Á þeim tíma var ákveðið að hækka þetta bara upp í 15 ár vegna þess að þá sýndu gögn að börn frá 15 ára aldri væru farin að stunda kynlíf og menn voru hræddir um að það kæmi holskefla af málum þar sem foreldrar sextán ára barna væru að kæra.“

En kynlíf milli aðila yngri en 18 ára er þó ekki refsivert; ef þau eru á svipuðu aldurs- og þroskastigi:

- Auglýsing -

„Þar sem þarna hefur oftast verið miðað við er að það sé tveggja til þriggja ára aldursmunur, það er misjafnt eftir löndum. En það þýðir að 17 ára og 19 ára einstaklingar mega stunda kynlíf en aftur á móti þegar um er að ræða 17 ára og 26 ára einstakling til dæmis gildi aðrar reglur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -