Föstudagur 19. apríl, 2024
-0.8 C
Reykjavik

Vilja koma sér undan kaupum á MAX-vélum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnendur Icelandair Group skoða nú hvort að fyrirtækið geti komist undan kaupskyldu á Boeing 737-MAX flugvélunum sem það hafði pantað hjá Boeing.

Samn­ing­ar Icelanda­ir við Boeing eru sagðir tryggja að fé­laginu sé ekki skylt að taka við þrem­ur vél­um sem átti að af­hent­a á fyrsta árs­fjórðungi í fyrra, en fyrirtækið hafði þegar veitt sex slíkum vélum viðtöku og hafa þær verið kyrrsetta frá því í mars á síðasta ári.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu þar sem segir jafnframt að stjórnendur Icelandair álíti sig geta slitið samkomulagi um að veita viðtöku sjö MAX vélum sem til stóð að afhenda í ár og á næsta ári. Fram kemur í fréttinni að þeir telji vænlegra að nota áfram vélar af gerðinni Boeing 757-200.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -