Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Vilja losna við kínversk tákn og nöfn fyrrverandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þau tattú sem fólk vill gjarnan losna við eru kínversk tákn og tattú sem eru farin að fölna að sögn húðlæknisins Jennu Huldar. Svo eru það auðvitað nöfn fyrrverandi maka sem fólk vill losna við af líkama sínum.

Margt fólk vill losna við tattúin sín að sögn húðlæknisins Jennu Huldar Eysteinsdóttur. Beðin um að nefna dæmi um þau tattú sem fólk vill losna við segir Jenna: „Það eru kínversk tákn og annað í þeim dúr sem eitt sinn var í tísku. Sömuleiðis vilja margar konur losna við varanlega tattúförðun, augabrúnir og svoleiðis. Svo eru sumir sem vilja láta fjarlægja gömul tattú sem eru farin að dofna og grána.“

Sumir hafa þá brennt sig á því að fá sér tattú til heiðurs maka síns en vilja svo losna við það þegar ástin slokknar. Angelina Jolie og Johnny Depp eru gott dæmi. Spurð út í hvort hún hafi þá rætt við íslenskt fólk sem vill losna við nöfn fyrrverandi maka og annað í þá áttina svarar Jenna játandi. „Já, að sjálfsögðu, það er alltaf eitthvað um það.“

Jenna verður vör við að margt fólk bíður spennt eftir að losna við tattúin sín í starfi sínu sem húðlæknir á Húðlæknastöðinni. Eftirspurnin eftir meðferðum til að losna við gömul tattú er svo mikil að hún og samstarfsfólk hennar ákváðu að fjárfesta í nýrri og öflugri græju sem fjarlægir tattú betur en aðrar græjur.

„Þetta er alveg rándýrt tæki en við ákváðum að kaupa hana af því að eftirspurnin var svo mikil. Við fáum hana í nóvember,“ útskýrir Jenna.

Spurð út í hvort hún sjálf eða kollegar hennar í húðlæknibransanum séu með tattú sem þau ætla að losa sig við þegar nýja græjan kemur í hús segir Jenna kímin: „já, það er allavega mikil spenna hérna innanhúss.“

Meðfylgjandi er myndband sem sýnir græjuna sem um ræðir.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -