Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Vill bjarga þriggja ára stúlku og mánaðargömlum bróður: „Á bak við fallega brosið er áfallasaga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Litla, fallega og brosmilda stúlkan á þessari mynd heitir Maya! Maya er fædd á flótta og er þriggja ára. Með henni á myndinni er mánaðargamall bróðir hennar sem er fæddur á Íslandi. Maya og fjölskyldan hennar fékk vernd í Grikklandi en vegna aðstæðna þar lögðu þau, eðlilega, á flótta þaðan og komust alla leið til Íslands í leit sinni að skjóli, skrifar Sema Erla Serdar,“ baráttukona, á Facebook þar sem hún rekur sögu flóttafjölskyldu sem stendur frammi fyrir því að verða send aftur í flóttamannabúðir í Grikklandi.

„Á bak við fallega brosið hennar Mayu er þriggja ára áfallasaga sem hefur meðal annars valdið því að hún talar ekki. Segja má að Maya og hennar staða endurspegli með ágætis hætti aðstæður fyrir flóttabörn, og í raun allt fólk á flótta, í Grikklandi og þær afleiðingar sem þær geta haft, meðal annars fyrir börn“.

|
Sema Erla Serdar

Sema segir alþjóðleg mannréttinda- og/eða hjálparsamtök, meðal annars Rauða krossiinn hér á land hafa ítrekað bent á að ekki sé boðlegt að senda flóttafólk héðan og aftur til Grikklands. Samt sem áður hafi íslensk yfirvöld komist að þeirri niðurstöðu að það sé forsvaranlegt.

„Þær aðstæður sem íslensk yfirvöld telja forsvaranlegt að senda eins mánaðargamalt barn sem fætt er hér á landi í fela meðal annars í sér skort á húsnæði. Það þýðir að fólk sem hefur fengið vernd í Grikklandi, og fjölskylda Mayu hefur reynslu af, býr á götunni. Það er nánast útilokað fyrir flóttafólk að fá atvinnu í Grikklandi. Það þýðir, eins og foreldrar Mayu vita, að foreldrar eiga erfitt með að sjá fyrir börnunum sínum. Þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu, menntun og öðrum grundvallarréttindum og grundvallarþjónustu skert. Það þýðir að eins mánaðargamall bróðir Mayu getur ekki gengið að því að fá þá nauðsynlegu umönnun sem hann þarf á að halda í Grikklandi. Það þýðir að staða Mayu muni ekki batna”.

Sema segir fordóma, ofbeldi og mismunin í garð flóttafólks af hendi almennings og yfirvalda í Grikklandi sífellt vera að færasta í aukana og hafi Covid aukið í. „Til eru fjölmargir vitnisburðir um íkveikjur í flóttamannabúðum og alvarlegt ofbeldi af höndum almennings á götunum (þar sem margir búa), um misþyrmingar af hálfu lögreglu og dauðsföll vegna offors landamæravarða. Svo kom heimsfaraldur og óhætt er að segja að „Grikkland er helvíti á jörðu fyrir flóttafólk“ sem lýsir því sjálft að það vilji frekar deyja en að fara þangað aftur.

Þetta eru aðstæðurnar sem íslensk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um að senda Mayu og mánaðargamlan bróður hennar, að minnsta kosti eina aðra fjölskyldu með lítil börn og fleiri en þrjátíu einstaklinga í og Útlendingastofnun vinnur nú hratt og vel í að framfylgja”.

- Auglýsing -

Sema hvetur alla til að standa með Mayu, litla bróður hennar og öllum þeim sem bíði í skelfingu eftir að verða rekin úr landi og send í ómannúðlegar aðstæður, með því að skrifa undir undirskriftarlista og krefjast þess að brottvísanir til Grikklands verði stöðvaðar án tafar.

„Flóttafólk í Grikklandi hefur verið svipt mannréttindum sínum, það sætir illri meðferð af hálfu almennings sem og yfirvalda og það hefur verið rænt mennskunni. Það leiðir meðal annars til þess að þriggja ára barn hættir að tala.

Enn eina ferðina gerast íslensk yfirvöld sek um óskiljanlegar ákvarðanir, brenglaða framkomu við flóttabörn og grimmd í garð fólks á flótta! Við erum í alvöru að tala um að íslensk yfirvöld ætli að tala reka mánaðargamalt barn úr landi! Að senda eigi þriggja ára barn sem þekkir ekkert annað en áföll, ótta og óvissu aftur í þær skelfilegu aðstæður sem það flúði – í stað þess að veita því umhyggju, kærleika og nauðsynlega aðstoð!

- Auglýsing -

Látum í okkur heyra enn eina ferðina!!

Stöndum vörð um mennskuna okkar og sendum skýr skilaboð um að við sættum okkur ekki við einsmánaðargamalt barn, þriggja ára barn eða nokkur einstaklingur í viðkvæmri stöðu sé sendur í þær aðstæður sem eru í Grikklandi og við myndum aldrei sætta okkur við eða bjóða börnunum okkar upp á! Látum yfirvöld vita að það sé #ekkiíokkarnafni og að það verði ekki liðið!“

Undirskriftalistann sem Sema vitna í má finna hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -