Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Vinirnir björguðu lífi Örvars: „Hef sjaldan orðið jafn hræddur enda faðir þriggja ungra drengja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Körfuboltasérfræðingurinn Örvar Þór Kristjánsson segir frá því að „fyrir rétt rúmlega 10 dögum síðan var heldur betur ástand á gamla. Rétt eftir að hafa komið drengjunum mínum í skólann þá fannst mér ég orðinn eitthvað skrítinn og eftir að hafa fengið símtal frá góðum vin þá kveikti sá aðili á perunni og fannst ég mun skrítnari en venjulega. Þeir hringdu sig svo saman nokkrir vinir mínir og Logi Gunnarsson (Lilli bró) henti mér í snatri á spítala.“

Ástandið var mun verra en Örvar hafði gert sér grein fyrir:

„Það mátti ekki miklu muna þar sem blóðþrýstingur var kominn í 255/157 og ástandið alvarlegt. Til að gera langa sögu stutta þá kom í ljós að ég hafði fengið heilablóðfall. Það fór betur á en horfðist og núna tekur við bata og endurhæfingar ferli enda er ég satt best að segja ekki til útflutnings þessa dagana. En ég hef ekki sagt mitt síðasta!“

Bætir því við að „ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hafi ekki komið við mig því ég hef sjaldan orðið jafn hræddur enda faðir þriggja ungra drengja sem þurfa á mér að halda. Ég hef einfaldlega vanrækt sjálfan mig, ekki hugsað vel um mig. Stress, álag getur t.d verið dauðans alvara. Nú er verið að rannsaka orsök heilablóðfallsins en háþrýstingur er líklegasta ástæðan. Passið ykkur þetta er lúmskur fjandi. En nú verður horft fram a veginn, ég fékk appelsínugult spjald og afar alvarlega viðvörun. Get ekki breytt því sem liðið er en stjórnað framtíðinni.“

Næst á dagskrá hjá Örvari er að taka „því rólega og vonandi gengur allt tilbaka – ég hef trú á því enda bjartsýnn að eðlisfari. Innilegar þakkir fyrir öll skilaboðin og stuðninginn. Í þessu öllu saman sé ég vel hversu góða vini og ættingja ég á; það er mér mikils virði. Herdís mín hefur staðið sig eins og hetja i þessu og sem betur fer búin að rúlla upp náminu rétt áður en þetta skall á. „Lífið er núna” er ofnotaður frasi en sannur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -