2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Vinsælustu lögin á Spotify árið 2019

Streymisveitan Spotify hefur nú birt tölfræði yfir vinsælustu lög og tónlistarmenn ársins 2019. Lagið sem trónir á toppnum er Señorita með Shawn Mendes og Camillu Cabello með milljarð spilanir. Lagið bad guy með Billie Eilish er í öðru sæti, lagið Sunflower með Post Malone er í því þriðja, lagið 7 rings með Ariana Grande er í fjórða sæti og lagið Old Town Road – Remix með Lil Nas X og Billy Ray Cyrus er í fimmta sæti.

Post Malone er þá vinsælasti listamaðurinn á Spotify þetta árið með 6,5 milljarða spilanir. Billie Elilish er í öðru sæti yfir vinsælustu listamennina á Spotify árið 2019, tónlistarkonan Ariana Grande í þriðja sæti og Ed Sheeran í því fjórða.

AUGLÝSING


Í grein Spotify segir að árið 2019 hafi verið afar gott fyrir fyrirtækið og að notendum Spotify hafi fjölgað um rúmlega 50%. Þá hefur þeim klukkustundum sem notendur hlusta á Spotify einnig fjölgað um 39% á síðasta ársfjórðungi.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is