2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Vissir þú þetta um Gretu Thunberg?

Aðgerðasinninn Greta Thunberg kom, sá og sigraði heimsbyggðina með eldmóð sínum og baráttuanda. Hér koma nokkrar staðreyndir um Gretu.

 

… að langafi Thunberg í móðurætt, Ebbe Arvidson, var annar tveggja höfunda bókarinnar Kristin trúfræði, sem notuð var við fermingarfræðslu á Íslandi um árabil?

… að fjölskylda Thunberg á íslenskan hest sem heitir Freyja? Thunberg segir Freyju þrjóska en að félagsskapur hennar sé róaandi.

… að móðir Thunberg heitir Malena Ernman og er óperusöngkona? Hún keppti í Eurovision fyrir hönd Svíþjóðar árið 2009 með lagið La voix og lenti í 21. sæti.

AUGLÝSING


… að Thunberg ku nú vera á þriðja mótmælaskiltinu frá því hún hóf aðgerðir sínar fyrir um ári síðan? Fyrstu tvö voru úr pappa en skiltið sem hún notar núna er úr krossvið.

… að Thunberg veltir því nú fyrir sér hvort hún eigi að taka sér ársfrí frá skóla til að sinna hugðarefnum sínum?

Thunberg vegur nettröllin, með sannleikann að vopni

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is