Vistaður í fangageymslu eftir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Bifreið var stöðvuð í Grafarvogi á sjötta tímanum í gærkvöldi.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og nytjastuld ökutækis. Hann beitti ofbeldi gegn lögreglumanni, hótunum og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Sex aðrir ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum í gærkvöldi og nótt. Þá voru þrír þeirra grunaðir um akstur án réttinda. Einn þeirra sviptur ökuréttindum, annar hefur ekki endurnýjað ökuréttindin og sá þriðji hefur aldrei öðlast ökuréttindi . Þá var sá síðast nefndi einnig grunaður um vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna. 

Afskipti voru höfð af manni í kyrrstæðri bifreið í nótt vegna vörslu fíkniefna.  Áður hafði verið tilkynnt um mögulegan ölvunarakstur. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði í nótt. Hann hafði verði að ráðast á fólk.  Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. 

Kona í annarlegu ástandi var handtekin við Ingólfstorg í gærkvöldi þar sem hún hafði verið að áreita fólk. Konan var vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í miðbænum þar sem hann var að valda ónæði. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. 

Þrír menn voru handteknir í hverfi 105 á níunda tímanum í gærkvöldi. Mennirnir eru grunaðir um þjófnað á reiðhjólum og voru þeir vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

75 mál voru skráð milli 17:00 – 05:00 í dagbók lögreglu. Þá voru tólf aðilar vistaðir í fangageymslu lögreglu.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Vopnaður maður í miðborginni

Annasamur sólarhringur er að baki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Lögreglu barst tilkynning um mann vopnaðan hnífi í miðborginni...

Ógnaði vegfaranda og reyndi að ræna hann

Erilsamur sólahringur er að baki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Lögregla handtók mann í miðborginni eftir misheppnaða ránstilraun. Hafði...