Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Vistaður í fangageymslu eftir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bifreið var stöðvuð í Grafarvogi á sjötta tímanum í gærkvöldi.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og nytjastuld ökutækis. Hann beitti ofbeldi gegn lögreglumanni, hótunum og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Sex aðrir ökumenn voru grunaðir um akstur undir áhrifum í gærkvöldi og nótt. Þá voru þrír þeirra grunaðir um akstur án réttinda. Einn þeirra sviptur ökuréttindum, annar hefur ekki endurnýjað ökuréttindin og sá þriðji hefur aldrei öðlast ökuréttindi . Þá var sá síðast nefndi einnig grunaður um vörslu, sölu og dreifingu fíkniefna. 

Afskipti voru höfð af manni í kyrrstæðri bifreið í nótt vegna vörslu fíkniefna.  Áður hafði verið tilkynnt um mögulegan ölvunarakstur. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði í nótt. Hann hafði verði að ráðast á fólk.  Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. 

Kona í annarlegu ástandi var handtekin við Ingólfstorg í gærkvöldi þar sem hún hafði verið að áreita fólk. Konan var vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Þá var maður í annarlegu ástandi handtekinn í miðbænum þar sem hann var að valda ónæði. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. 

Þrír menn voru handteknir í hverfi 105 á níunda tímanum í gærkvöldi. Mennirnir eru grunaðir um þjófnað á reiðhjólum og voru þeir vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

75 mál voru skráð milli 17:00 – 05:00 í dagbók lögreglu. Þá voru tólf aðilar vistaðir í fangageymslu lögreglu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -