Veturinn kemur snemma í ár og Vestfirðingar þurfa að búa sig undir ofsaveður. Búist er við stórhríð á Ströndum og Vestfjörðum. Í gær snjóaði í byggð á Vestfjörðum og á Norðurlandi.
Appelsínugul viðvörun er á Breiðafirði, Ströndum, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í dag og gæti mátt búast við ofsaveðri við Breiðafjörð. Gular viðvaranir eru einnig víða um landið.
Búist er við að það hvessi mjög í morgunsárið og stormurinn verði skollinn á undir hádegi. Appelsínugula viðvörunin á Vestfjörðum tekur gildi klukkan 10 í dag. Vindhviður verða öflugar, á bilinu 20-28 m/s.
Íbúar á svæðinu eru beðnir um að huga að hlutum sem gætu fokið og valdið tjóni. Ljóst er að ekkert ferðaveður er á svæðinu.
Lægðin er djúp og kröpp og fylgir henni mikil úrkoma. Búast má við mikilli rigningu á láglendi á norðanverðu landinu og slyddu inn til landsins.
Þá er búist við því að óviðrinu taki að lægja þegar líða tekur á kvöldið.
Íbúar á Suður og Suðausturlandi sleppa að öllum líkindum best við fyrsta vetrar storminn.