Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær á tjaldstæði. Maðurinn hafði áreitt fólk margsinnis og mikið ónæði var af manninum á tjaldstæðinu. Lögregla gat ekki rætt við vitstola manninn vegna annarlegs ástands hans og var hann vistaður í fangaklefa.
Þá hafði lögreglan afskipti af konu sem grunuð var um að hafa stolið bíl. Konan hinsvegar hrækti á lögregluþjón og var í kjölfarið farið með hana í fangaklefa.
Manni var vísað út af veitingastað í gær. Sá hafði hrætt fólk með ógnandi framkomu sinni og var lögregla kölluð til.
Tveir aðilar voru handteknir vegna innbrots og gistu aðilarnir bakvið lás og slá.
Fjórir voru þá kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Samtals gistu sex manns í fangaklefa síðastliðna nótt. Verið er að rannsaka mál aðilanna.