• Orðrómur

Vitstola maður gekk berserskgang á Slysadeild – Annar í annarlegu ástandi lét sig hverfa

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Lögreglu var gert viðvart um gunsamlegar mannaferðir í Háaleitishverfi í gærkvöldi. Þar gekk maður á milli bíla og reyndi að opna þá. Þegar lögregla mætti til þess að kanna málið var maðurinn hvergi sjáanlegur.

Þá barst lögreglunni tilkynning um mögulegt húsbrot í nýbyggingu í miðbænum. Lögregla handtók konu og karl í húsinu og gistu þau í fangaklefa lögreglu.

Maður, sem gekk berserksgang og var viti sínu fjær á Slysadeild, var handtekinn og vistaður bak við lás og slá vegna málsins.

Auk þess barst lögreglu önnur tilkynning frá sjúkrastofnun í Árbæjarhverfi. Þar hafði aðili horfið á braut. Hann var í slæmu ástandi og illa á sig kominn. Lögreglan hafði upp á manninum og skutlaði honum til baka á sjúkrastofnunina.

Einn ökumaður var stöðvaður í Kópavogi fyrir að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -