Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Volodin volaði í Steingrími – Vill banna Þórhildi Sunnu að koma til Rússlands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vyacheslav Volodin, forseti rússneska þjóðarþingsins vill láta banna Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingflokksformanni Pírata að koma til Rússlands. Það kemur til vegna skýrslu Þórhildar Sunnu er snýr að stöðu Krímtatara og alvarlegra mannréttindabrota sem eiga sér stað á Krímskaga. Þórhildur Sunnar flutti framsögu um téða skýrslu á Evrópuráðsþingi þann 23. júní, þar sem hún var samþykkt og fór þingið frá á að framkvæmd yrði rannsókn á efni skýrslunar.  Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið.

Steingrímur og Volodin Mynd: Af vef Alþingis, Ríkisdúmlan

Volodin hefur leitað til Steingríms J. Sigfússonar kollega síns varðandi það að bann verði sett á Þórhildi sunnu. Á vef Alþingis kemur þetta fram: „Þá ræddu þingforsetarnir tvíhliða samstarf og starf á vettvangi alþjóðlegra þingmannasamtaka. Kom forseti Dúmunnar á framfæri athugasemdum við nýsamþykkta skýrslu og yfirlýsingu um stöðu Krímtatara sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var höfundur að á Evrópuráðsþinginu. Kom fram í svari Steingríms að rétt væri að beina athugasemdum að Evrópuráðsþinginu sjálfu en ekki skýrsluhöfundi, enda hefði skýrslan verið rædd þar og samþykkt með afgerandi meiri hluta viðstaddra þingmanna. Þá væri mikilvægt að geta átt samtal, jafnt um það sem sameinar en ekki síður um ágreiningsmál. Einnig gerði forseti Alþingis að umræðuefni mikilvægi mannréttinda, mannréttindasamninga og mannréttindadómstóls Evrópu, að virða bæri réttindi fólks án tillits til uppruna og tryggja stöðu minnihlutahópa“.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata

Þórhildur Sunna sagði í samtali sínu við Fréttablaðið að rússum bæri skylda til þess að hleypa sér inn í landið myndi hún óska eftir því og ef nefndin hennar samþykkir það. Þórhildur segir að ferð til Rússlands sé hluti af hennar umboði en hún er sérstakur skýrslugjafi pólitískra fanga þar í landi. Þórhildur kveðst ekki nokkurn tíman hafa haft veður af neinu þessu líku frá háttsettum aðila í Rússlandi.

Vyacheslav Volodin, forseti Dúmunar, rússneska þjóðarþingsins

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -