- Auglýsing -
Vopnahlé hefur tekist milli Ísrael og Palestínu eftir blóðug átök undanfarna daga. Al-Jazeera greinir frá samkomulaginu.
Átök síðustu daga hafa kostað um 23 mannslíf í Palestínu og fjóra Ísraela. Al Jazeera hefur eftir heimastjórnarmönnum á Gaza að í nótt klukkan 1.30 hafi vopnahléið hafist.
Þá kemur fram að yfirvöld í Egyptalandi og Katar eigi þátt í að samkomulag hafi náðst. Ísraelsk yfirvöld höfðu í morgun ekki staðfest vopnahlé en tilkynnt hefur verið um að almenningssamgöngur starfi nú samkvæmt áætlunum. Þá virðast hertar aðgerðir Ísraelshers gegn íbúum Gaza, undanfarna daga, ekki lengur við lýði.