2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Vopnahlé á Gaza eftir blóðug átök síðustu daga

Vopnahlé hefur tekist milli Ísrael og Palestínu eftir blóðug átök undanfarna daga. Al-Jazeera greinir frá samkomulaginu.

Átök síðustu daga hafa kostað um 23 mannslíf í Palestínu og fjóra Ísraela. Al Jazeera hefur eftir heimastjórnarmönnum á Gaza að í nótt klukkan 1.30 hafi vopnahléið hafist.

Þá kemur fram að yfirvöld í Egyptalandi og Katar eigi þátt í að samkomulag hafi náðst. Ísraelsk yfirvöld höfðu í morgun ekki staðfest vopnahlé en tilkynnt hefur verið um að almenningssamgöngur starfi nú samkvæmt áætlunum. Þá virðast hertar aðgerðir Ísraelshers gegn íbúum Gaza, undanfarna daga, ekki lengur við lýði.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is